Ómar R. Valdimarsson Ætlar Að Kæra Mig :)

Ég er aðeins búinn að vera hér í blogglandi rúmar 2 vikur og er strax kominn með kæruhótun vegna skrifa minna! Ég lít á þetta sem glæsilegan árangur. Fékk símtal áðan frá Ómari R. Valdimarssyni þar sem hann hótaði mér málsókn vegna skrifa minna um hann hér að neðan, ef ég ekki tæki þau niður án tafar, Gaf mér 10 minutur.. He he, afar lýðræðislegt Ómar minn.. Augljóst að hér fer maður sem kann að beita valdi og snúa niður fólk ef að það er ekki á sama máli og hann eða vogar sér að benda á hræsnina sem vellur uppúr honum :D Spurning um hvar hann hafi lært þessi vinnubrögð?

Ég bíð þá eftir kærunni Ómar minn. Gjörðu svo vel og verði þér að góðu!

Veriði sæl!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ómar R. Impregilo er í stuði þessa dagana :) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 24.4.2007 kl. 23:40

2 Smámynd: Jónas Björgvin Antonsson

Mjög athyglivert. Hvert á kæruefnið að vera og á hvaða grundvelli á að kæra? Hvað stóð svo í athugasemdinni sem hann eyddi?

Samkvæmt svari Ómars við athugasemd á bloggi hans virðist hann benda á almennan dónaskap og tengla inn á klámsíður. Framsetningin hjá honum er reyndar heldur óskýr - þ.e. ekki kemur fram hvort bæði skilyrðin verði að vera uppfyllt eða bara annað þeirra. Til dæmis ef hann mat þitt innlegg innihalda almennan dónaskap en þar voru engir tenglar á klámsíður... af hverju þá að taka þetta fram með klámsíðurnar? Er það fyrirbyggjandi, svona? Pre-emptive "strike"?

Annars er það frekar til "vinstri" að vilja ritskoða dónaskapinn, að minnsta kosti ef hann er klárlega afstæður (þ.e. ekki er um almenn dónaleg orð að ræða heldur er innihaldið dæmt dónalegt af þeim sem málið varðar).

J#

Jónas Björgvin Antonsson, 25.4.2007 kl. 00:46

3 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Já, Ómar er harðasta net-löggan í bænum í dag ;)

Gaukur Úlfarsson, 25.4.2007 kl. 00:56

4 Smámynd: Haukur Viðar

Ég ætla nú ekki að segja neitt slæmt um mann sem ég þekki ekki neitt, en bloggið hans er allavega með því hrokafyllra sem ég hef séð.....og ég á það nú alveg til að líta á blogg.

Haukur Viðar, 25.4.2007 kl. 05:02

5 identicon

Já Gaukur. Þér er hollast að vera bara ekki með neina foking stæla!

Snorri Barón Jónsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 09:09

6 identicon

maðurinn ætti nú að vera æfður í kærumálum eftir nokkra ára dvöl hjá mafíósunum uppí Kárahnjúkum

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 10:39

7 identicon

Þið verðið að afsaka mig, en kannski að ég sé svona langt á eftir, eða að ég hafi verið alinn upp allt öðruvísi en þið, sem talið um mafíósa, rasista o.s.frv. um samferðamenn ykkar í samfélagi okkar. Finnst ykkur þetta virkilega í lagi? Berið þið enga virðingu fyrir einu eða neinu, eða finnst ykkur kannski bara allt leyfilegt á netinu - bara rosalega töff einhvernveginn?

Afsakið mig, ykkur finnst þetta sennilega kjánalegar spurningar og ef svo er þá skil ég vel að þið séuð ekkert að hafa fyrir því að svara þeim.

Annars tek ég undir með Jónasi hér að ofan, að það er sterkur vinstri fnykur málflutningi af þessu tagi.

Bjarni M. (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 13:36

8 identicon

Til hamingju með þennan árangur, ég er ekki enn búinn að fá kæru á mig og er þó búinn að reyna mitt besta.

Grétar Amazeen (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 23:15

9 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Hann hringdi í mig í gær - voða sár yfir blogginu mínu - en nefndi ekki að hann ætlaði að kæra mig.....

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 27.4.2007 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband