Er Ég Sá Fyrsti Til Að Vera Kærður Fyrir Blog?

Mig langar óskaplega að vita hvort þið vitið til þess að einhver hafi áður verið kærður fyrir blog á Íslandi? Ekki man ég til þess.. Látið mig endilega vita ef þið munið eftir einhverju álíka.
Ef ég yrði svo dæmdur sekur, þá yrði nóg að gera hjá hæstarétti næstu 50 árin, krakkar að kæra hvora aðra fyrir að kalla sig homma á irkinu, svo ekki sé nú minnst á þá fengitíð sem Ómar sjálfur yrði kominn í, þá fengi sko það fólk sem gert hefur gys af upplýsingafulltrúanum hérna á netinu heldur betur á baukinn. Svo minnist ég þess að hafa verið kallaður skíthæll einhverstaðar hjá einhverjum.. fer í að finna það, það gætu orðið einhverjar millur í skaðabætur, enda var andlegt áfall mitt við það töluvert.
Annars hef ég aldrei farið fyrir rétt áður eða verið leiddur fyrir dómara. Ég verð nú að segja að ég er töluvert spenntur yfir þessu. Ómar þekkir þetta sjálfsagt betur en ég, enda bjó hann í USA og hefur sjálfsagt lært þetta samskiptaform þar, eða kannski að hann hafi horft yfir sig á Matlock á yngri árum..?
Ég er að hugsa um að gera þér tilboð Ómar. Þú lætur málið niður falla, sparar þér tíma og pening og borgar mér 500.000 kall. Ef þú hugsar málið, þá er þetta fjári gott tilboð! Taktu þér tíma í að spá í þetta, have your people call my people..

Veriði sæl!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Heiða B. Heiðars, 16.5.2007 kl. 11:43

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Hneisa.......er ekki ritfrelsi?

Eva Þorsteinsdóttir, 16.5.2007 kl. 11:43

3 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Sæll!

Það er í raun alger óþarfi að nota stimpla eins og "rasisti" í vitrænum samræðum við fólk. Betra að greina frá því sem viðkomandi hefur sagt eða gert og láta svo lesandanum eftir að dæma um hvort hann sé "rasisti" eða ekki. Annars fynnst mér að allir EKKI-rasistar ættu að selja íbúðirnar sínar í "menningarsnobbhverfum" borgarinnar og flytja búferlum til hverfa innflytjenda eins og Ásgeir R. Helgason sálfræðingur í Stokkhólmi, vinur minn (og bloggvinur) gerði og greinir frá í pistli á blogginu sínu.

Annars vona ég bara að þér gangi vel og að þú neyðist ekki til að selja EN gerir það samt með glöðu geði þrátt fyrir allt til að styðja innflytjendur og fjölmenningarsamfélagið.

ALLIR Í BREYÐHOLTIÐ:

Vilhelmina af Ugglas, 16.5.2007 kl. 11:48

4 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Já ýmislegt til í þessu hjá þér Vilhelmína, annars er ég búinn að vera að undirbúa dóttur mína og konu fyrir fluttningana með því segja þeim sögur frá mínum æskuslóðum úr Breiðholtinu. Ekkert slæmt við það að búa þar svosem, konan er reyndar hálf súr þar sem hún er uppalin í vesturbænum en ég sé marga kosti við þetta.. t.d. að þá þarf ég ekki að fara að venja mig við að halda með KR svo dæmi sé tekið..

Gaukur Úlfarsson, 16.5.2007 kl. 11:54

5 identicon

þú veikir stöðu þína talsvert með að höggva áfram í sömu knérun. gáðu að því að líklega lætur blaðurfulltrúinn lögmanninn sinn taka afrit af öllu hér á síðunni þinni og leggja fyrir dóminn. formaður rafiðnaðarsambandsins var flengdur af héraðsdómi fyrir minni sakir en nú á að taka þig fyrir

Baldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 13:22

6 identicon

Sæll Gaukur,

 Mig minnir að Jón Ólafsson hafi kært Hannes Hólmstein fyrir eitthvað sem hann sagði á bloggi sínu.

Mbk

Sölvi vinur ykkar beggja.

sölvi (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 13:41

7 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Takk fyrir ábendinguna Baldur.

Já, mér skilst að þessi lögfræðingur sé ansi flinkur í að taka afrit af hlutum..

Alveg rétt Sölvi, hvernig fór það mál aftur?

Gaukur Úlfarsson, 16.5.2007 kl. 13:53

8 Smámynd: Baldvin Jónsson

Mér finnst þetta mál allt hið undarlegasta. Þekki hvorugan ykkar mikið en kannast létt við báða.  Þú Gaukur hefur að sjálfsögðu af því mikiðð gaman að hljóta athygli og hefur gert út á það í atvinnuskyni með Silvíu við góðan orðstír. Miðað við það má segja að þú sért á heimavelli sem atvinnumaður og það gæti talið gegn þér í réttarhöldum.

Ómar hins vegar er með háskólamenntun að ég held í því að vera PR gaur og þar gengur mikið út á það að afvegaleiða umræðuna frá óþægilegum hlutum þess sem unnið er fyrir og yfir í eitthvað skaðlausara (Gæti verið að þetta sé dæmi um það og þá Ómar orðinn atvinnumaður í réttarsalnum líka?).

Aðalmálið finnst mér samt vera það að með allt þetta nám á bakinu ætti Ómar að gera sér grein fyrir því að hann er að valda sér skaða í almennu umræðunni með þessum látum.  Hvernig sem málið fer verður hann líklega alltaf nefndur sem "rasistinn sem fór í mál við dúddann þarna".  Tek að sjálfsögðu skýrt fram hérna að ég er ekki að ásaka þig Ómar um rasisma, er aðeins að velta fyrir mér hvernig umræðan í samfélaginu yrði líklega.

En er ekki bara málið Gaukur að setja upp söfnun og fá alvöru publishity út á þetta? Átt þá líka mögulega fyrir 300.000 kallinum sem að ég tel að yrðu hámarksbætur í svona máli miðað við 700 kallinn sem Bubbi fékk eftir mun meira áreiti opinberlega.

Kveðja, Baddi (sem finnst þetta mál hið áhugaverðasta) í gremjuhugleiðingum

Baldvin Jónsson, 16.5.2007 kl. 14:15

9 Smámynd: Haukur Viðar

Málið er ofureinfalt.
Efst á blogginu er tekið skýrt fram að höfundur sé rógberi.
Af hverju ætti hann að bíða álitshnekki fyrir það að vera kallaður rasisti af yfirlýstum rógbera?

Punktur, basta.....máli vísað frá.

Haukur Viðar, 16.5.2007 kl. 14:24

10 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ætli hann nýti sér ekki PR skólunina til að klína smjörklípum hægri vinstri, það hefur dugað öðrum ágætlega áður þó ekki sé það stórmannlegt eða til eftirbreytni.

Georg P Sveinbjörnsson, 16.5.2007 kl. 15:36

11 identicon

Er ekki spurning um að allir þeir sem kæra sig um að fá kæru taki sig til og ausi skömmum fyrir þennan ómar, sjá svo hversu margar kærur villi vill getur copy/peistað?
 

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 17:43

12 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Ég þekki lítilega til manns sem var næstum rekinn úr KHÍ fyrir blogg.  En hann slapp fyrir horn með því að skrifa afsakanir til hægri og vinstri.  Reyndar var líka einn kennari rekinn því að það var sannleikskorn í bloggi mannsins.  Þú verður sennilega númer 1 samt.  Þessi Ómar virðist vera frekar illa gefinn.

Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 17:53

13 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Jú hvernig væri það Baldvin? Athuga hversu marga hann getur kært.. Mér sýnist Hrólfur vera strax byrjaður á tirauninni með því að kalla Ómar ílla gefinn.

Annars langar mig að leiðrétta það Baldvin Jónsson að ég hafi gaman af athygli. Þó svo ég titli mig sem leikstjóra og handritshöfund Silvíu (sem er óumdeilanlega athyglissjúk) þá hef ég mjög lítið látið á mér bera persónulega. Ég hef hreint ekki baun gaman af athygli, eiginlega þvert á móti.

Gaukur Úlfarsson, 16.5.2007 kl. 18:41

14 Smámynd: Jón Mýrdal Harðarson

Hæ mig minnir líka að Ómar hafi kært Jón Gnarr fyrir að lélegan húmor. Minnir að Gnarr hafi gert skets um lítinn strák og afa hans og gekk aðeins of langt og það  fór aðeins fyrir hjartað á þeim  15 sem hlustuðu á stöðina. Ómar tók að sér fyrir hönd þjóðarinnar að kæra hann fyrir barnaklám.  Man ekki alveg hvernig þetta mál endaði en Gnarr byrjaði fljótlega upp frá þessu að trúa á guð.

Er það ekki rétt Ómar? 

Jón Mýrdal Harðarson, 16.5.2007 kl. 19:38

15 identicon

Ómar er auðvitað bara að kasta steini úr glerhúsi.. Rógur hans gagnvart umhverfarverndarsinnum, Sóley T og öðrum femínistum og já bara öllum sem eru honum ósammála hefur verið þvílíkur hér á blogginu að leytun hefur verið að öðru eins. Ein eldri kona sem ég þekki sagði við mig eftir að hafa lesið bloggið hans. "Hver er þessi Ómar? Hann er eitthvað ruglaður.." Þessi kæra væri svo sem la la í lagi ef maðurinn hefði hagað sjálfur málflutningi sínum á málefnalegan hátt. En það hefur hann ekki gert og sáir því það sem hann uppsker. Það ætti bara að fara í mál við hann á móti.. einfalt mál og væri þá  mál málana..

Annars hver nennir að standa í svona vitleysu og eyða dýrmætum tíma héraðsdóms í hundaskít.. það er að koma sumar. Ómar sem aðrir ættu bara að fara út í sumarið og hlaupa af sér hornin.. veit að ég hefði t.d. bara gott af því. Tjohei..

Björg F (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 20:48

16 Smámynd: Elfur Logadóttir

Gaukur,

Jón höfðaði mál gegn Hannesi Hólmsteini fyrir breskum dómstóli og var Hannes talinn hafa sett fram ærumeiðandi ummæli og sektaður um andvirði ca. 12 milljóna króna. Málið er miklu flóknara en það, en höldum því einföldu í þessari frásögn. Þegar reyna átti fullnustu dómsins á Íslandi leiddi það til frekari málaferla hér á Íslandi þar sem niðurstaðan var að bíða eftir ákvörðun breskra dómstóla um endurupptöku og þá mögulega endurdómtöku málsins þar ytra. Þannig að enn um sinn hefur það mál ekkert fordæmisgildi fyrir þitt mál.

Efnislega fjallaði málið um ummæli sem Hannes Hólmsteinn setti á íslenska vefsíðu sína sem hýst var á vefsvæði hans í Háskóla Íslands. Ummælin voru að mig minnir hluti úr ræðu sem hann hafði haldið. Aðalatriðið og ástæðan fyrir því að breski dómurinn féllst á að ummælin væru dómtæk í Bretlandi, var að HHG setti ummælin fram á enskri tungu. (Ekki hengja mig fyrir reifunina, hún er gerð að öllu leyti eftir minni og fellst ég auðveldlega á ef leiðréttinga verður þörf).

Meginreglan er að sjálfsögðu sú að það skiptir ekki máli hvaða miðil þú notar, þú verður alltaf að gæta orða þinna og þú munt þurfa að bera ábyrgð á þeim, valdirðu öðrum tjóni. Hér eru fyllilega jafngildir miðlar eins og dagblað og bloggsíða, sem og útvarp eða upplestur á Lækjartorgi. Má meira að segja færa rök fyrir því að bloggsíða sé líklegri til þess að valda skaða, þar sem töluvert stærri hópur getur nálgast efni bloggsíðunnar í mun lengri tíma en t.d. upplestur á Lækjartorgi myndi leiða af sér.

Hvort þú gekkst of langt með ummælum þínum læt ég algjörlega liggja á milli hluta.

Elfur Logadóttir, 16.5.2007 kl. 20:52

17 identicon

Leoncie reyndi að kæra einn góðan bloggara fyrir nokkrum árum fyrir að segja að hún væri kynskiptingur, en því var vísað frá.

H (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 01:43

18 identicon

Þegar Ómar var ennþá ungur jafnaðarmaður þá varð hann ákaflega fúll við Jón Gnarr. Einnig ataðist hann í samtökunum Heimssýn.

En þú veist þetta náttúrulega allt þar sem þú skapaðir persónuna Ómar R. Valdimarsson.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 18:29

19 Smámynd: Björn Heiðdal

Þetta er alveg svakalega fín auglýsing fyrir þig og grínpersónuna Ómar R og Silvíu Nótt.  En mikið djö... er ég orðin leiður á henni og þessum Ómari sem þú skapaðir og leikstýrir.  Hvaða rugl er þetta að láta Ómar R.  vera upplýsingafulltrúa Impregíló.  Það er bara engin húmor í því að verja heimskulegustu stóriðjuframkvæmd Íslandssögunnar.  Og afhverju datt þér í hug að gera hann dónalegri en Silvíu Nótt.  Ómar R. hefði verið betur heppnaðri sem fatafella með minnimáttarkennd.

En eitt máttu eiga það var algjör snilld að hafa Ómar R. svona tvöfaldan í roðinu.  Þykjast vera talsmann réttlætis og ritfrelsis en ritskoða og útiloka menn frá blogi sínu.  Það gaf honum mannlega vídd sem Silvíu Nótt vantar.  Svo máttu nú laga hárgreiðsluna á Silvíu Nótt og lítið er hún betri á Ómari R.  Það er eins og gaurinn klippi sig sjálfur.

Þú mættir alveg búa til smá bakground sögu handa þessari grínpersónu þinni.  Pabbinn væri t.d. verið mjög strangur og beitti fjölskylduna andlegu ofbeldi.  Mamman gæti verið rauðhærð hárgreiðslukona sem ynni fyrir sér á kvöldin sem strippari.  Þau gætu síðan öll búið í raðhúsi með garði og fallega malbikuðu bílaplani fyrir framan.

En svona án gríns þá ættir þú að hætta þessum leik og einbeita þér að einhverju sem ekki fer svona rosalega í taugarnar á fólki.  Ómar R. og Silvía Góðanótt eru alveg glataðar persónur sem ættu að fara í langt frí frá fjölmiðlun.  Þau eiga sína góðu spretti t.d. Júravísóiun og VG grínið hjá Ómari en annað var nú harla slappt.

Hættu á toppnum eins og Davíð! 

Björn Heiðdal, 17.5.2007 kl. 23:55

20 identicon

Þér finnst kannski forvitnilegt að vita að Ómar hefur sjálfur verið kærður, oftar en einu sinni. Þú getur kannski spurt hann sjálfan fyrir hvað. Svo væri líka hægt að kæra hann fyrir að falsa eigið Ræðismanns-skilríki.

Þessi meiðyrða kæra kemur auðvitað úr hörðustu átt. Stattu þig Gauksi!

Askur (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 00:17

21 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Varið ykkur! Ef þið skrifið um Ómar eigið þið á hættu að hann hringi í ykkur. Hann bjallaði í mig þegar honum sárnaði þegar ég vogaði mér að hafa skoðun á honum..Hann hefur þó ekki kært mig....

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 20.5.2007 kl. 11:36

22 identicon

persónulega finnst mér viðbrögð margra hér ansi öfgakennd, en taka ber tillit til þess að ég þekki aðeins til ómars og finnst hann vera vænsti piltur.

í mínum huga er orðið "rasisti" með þeim ljótustu sem fyrirfinnast í íslenskri tungu og ég skil vel að ómari lítist ekki vel á að vera kallaður það. verandi að vinna fyrir alþjóðlegt fyrirtæki og ræðismaður og allt það.

kjánalegt af þér gaukur að sjá ekki af þér. þó sýnist manni þú nú sjá eftir öllu saman miðað við hvað þú hefur skrifað og sagt eftir að kæran kom fram....

baldur sigurðsson (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 22:22

23 identicon

Hr. Ómar R. tjáir skoðanir sínar opinberlega á netinu og vill augljóslega að allir Íslendinar viti hvað honum finnst um hin og þessi málefni....studdi meðal annars Guðmund í Birginu heilshugar þegar hann var gómaður með buxurnar á hælunum.

Hann gefur færi á sér en er svo greinilega ekki maður til að taka gagnrýni og sætta sig við það sem öðrum finnst um hann og hans skoðanir. Og hvernig almannatenglsa aðferð er að;hringja, hóta, kæra, slökkva á símanum, loka númerinu og stinga svo hausnum ofan í sandinn loksins þegar hann fær titlinn næst versti bloggarinn (á eftir fyrrverandi kærustu sinni sem trjónir á toppnum)

Gaukur er einn af mörgum sem hafa lent í Hr. Valdimarssyni sem er nokkuð lúnkinn í að safna að sér óvildar mönnum. Nú getum við bara vonað að hann hafi sig hægann og átti sig að framapot og athygli er ekki alltaf af því góða...

Askur (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 23:40

24 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta gæti leitt til þess að við gætum gert frábært fjölmiðla fíaskó þar sem Silvía Nótt mundi verja þig í dómssal. Síðan mundum við búa til boli og húfur og efna til kröfugöngu niður laugaveginn og krefjast málfrelsis á Blogginu. Dettur eitthvað skemmtilegt í hug á þessa boli og húfur?

Haraldur Haraldsson, 21.5.2007 kl. 00:02

25 identicon

smekklegt skítkast hjá aski. sem er þó það ragur að hann tjáir sig ekki undir nafni. en það er eins með þessar árásir og aðrar sem gerðar eru úr launsátri: þær eru marklausar.

baldur sigurðsson (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 09:53

26 identicon

Askur er mitt rétta nafn, hvers son ég er verður ekki uppgefið því ég kæri mig ekki um hringingu frá Ómari.

En mig grunar nú að Baldur sé ekki Baldur...

askur (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 12:41

27 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Ég verð að viðurkenna að ég hef verið kærður fyrir blog fyrir nokkrum árum síðan en kæran.. En fallið var frá kærunni þegar ég samþykkti að láta lögregluna fá notendanafn og lykilorð. Reyndar heppnaðist það ekki betur hjá þeim að færslan er enn uppi..

Ingi Björn Sigurðsson, 23.5.2007 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband