Missum Okkur!

Ég verð að viðurkenna það að ég skil þetta mál ekki alveg.. Ég las þessa færslu frá Gills fyrir nokkrum dögum og gat ekki séð neina hótum um ofbeldi í pistlinum. Það sem ég las var að Egill ásamt svo mörgum ungum mönnum og konum hefur fengið uppí kok af rétttrúnaðar femínisma sem gerir ekkert nema veikja málstað þeirra femínista sem raunverulega vilja breyta því sem betur má fara. Í pistlinum dró Egill þá ályktun að ákveðnir femínistar þyrftu líklega bara að fá að njóta almennilegs kynlífs. Hvað svo sem fólki finnst um þessa ályktun að þá er hún í fullkomnu samræmi við lífsviðhorf Gills. Sumir þessara femínista vildi Gills meina að væru svo illa haldnir að það dygði ekkert minna en nokkra vel vaxna menn til að ná úr þeim pirringnum. Ekki var þó tekið fram hvernig ástar-meðferð Gills færi fram, hvort þessir vel völdu folar ættu að fjölmenna á þessar konur, eða hvort þeir ættu að heimsækja þær einn í einu yfir ákveðinn tíma á meðan á meðferð stæði. 

Fréttaflutningur mbl hefur sjálfsagt ekki dregið úr viðbrögðunum hér. Ekki veit ég hvernig fréttamaður mbl komst að þeirri niðurstöðu að um hótun um kynferðisofbeldi væri að ræða? Kannski að einhver doktor í kynjafræði hafi afkóðað pistilinn fyrir blaðamanninn? Annars langaði mig að velta hér upp tveimur spurningum varðandi þetta mál.

Í fyrsta lagi; Mega bara sumir beita gálgahúmor (einsog t.d. Hugleikur eða Megas) og má þá sá gálgahúmor bara beinast gegn ákveðnum þjóðfélagshópum en ekki öðrum?

og í öðru lagi; Þegar talað er um kynlíf eða ástarleiki og femínista í sömu setningu, er þá alltaf átt við kynferðisofbeldi? Hafa femínistar einir rétt á því að upplifa öll boð um ástaratlot sem hótun um nauðgun? Upplifir þetta enginn sem móðgun við raunveruleg fórnarlömb nauðgana?

 

Góðar Stundir 

 


mbl.is Gillzenegger tók bloggfærslu út fyrir mömmu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu eitthvað hissa yfir því að þessi texti skyldi vera túlkaður sem mögulega lýsingu á kynferðisofbeldi:

Þegar feministar verða of áberandi í fjölmiðlum
hefur ávallt virkað að kalla til Ásgeir Kolbeinsson til þess að gefa þessum leiðinda rauðsokkum
einn granítharðan í háruga bílskúrinn til þess að þagga niður í þeim. Það er almenn vitneskja að
þessir feministar væru ekki að haga sér svona ef þær væru að fá hágæðalim heima fyrir.
Hinsvegar er þetta ekki öfundsvert verkefni hjá Ásgeiri Kolbeinssyni því að þessar "dömur" er
flestallar ógeðslegar auk þess að vera geðsjúklingar

Er þetta ósköp hefðbundin lýsing á kynlífi samkvæmt þínum kokkabókum? Og btw, er þetta fyndið?

Hildur (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 14:25

2 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Kæra Hildur,

Ég get ómögulega skilið þennan texta sem hótun um kynferðisofbeldi. Finnst mér þó viðbrögð þín og annara vera móðgun við raunveruleg fórnarlömb kynferðisofbeldis.

Kannski stafar þessi mislestur minn af skorti af "eðlilegu kynlífi"? Þætti mér vænt um að fá útskýringu á hvað gæti flokkast undir "eðlilegt kynlíf" svo ég geti farið að haga mér meira í samræmi við ykkar lífsviðhorf.

Og já, btw, ég verð að viðurkenna það að mér finnst þetta pínulítið fyndið.. 

Gaukur Úlfarsson, 5.12.2007 kl. 14:36

3 identicon

Eðlilegt kynlíf er samþykkt af báðum eða öllum aðilum sem hlut eiga að máli. Og það hefur ekki þann tilgang að þagga niður í einum eða neinum.

Þú þarft að mínu viti ekki að haga þér á neinn þann hátt sem þú kærir þig ekki um. Ég leyfi mér samt að vona að þú hagir þér ekki í samræmi við fyrirmæli og tillögur þessa Gillsenegger fyrirbæris.

Hildur (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 14:42

4 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Gills lítur á sjálfan sig og félaga sinn Ásgeir Kolbeins sem menn sem fá aldrei synjun frá kvenpeningnum.  Þess vegna er algerlega óþarft að taka það fram að þessar konur í huga Gills myndu taka þeim opnum örmum og kynlíf yrði samþykkt umsvifalaust þar sem þær, samkvæmt kenningu Gills, eru ekki að "fá hágæðalim heima fyrir". 

Þegar Gills talar um að "Þagga niður í þeim" túlka ég það þannig að eftir að hafa fengið kynferðislega útrás hjá þessum sérfræðingum í ástaratlotum væri úr þeim allur pirringur og þær sæju enga ástæðu til þess að halda áfram að kvarta yfir þeim hlutum sem Gills og óðrum þykja ómerkilegir.

Þetta skilja allir sem gengið klárað hafa grunnskólanám, en að sjálfsögðu eru til móðgunarfíklar og langt leiddir kynjafræðinemar sem elska að líta framhjá augljósa háðinu sem hér er á ferð.  

Gaukur Úlfarsson, 5.12.2007 kl. 15:00

5 identicon

Þannig að þú viðurkennir að þetta snýst frekar um túlkun og meiningu á bakvið orðin en ekki orðin sjálf.  Þú túlkar þetta á þinn hátt -en hvernig þú getur verið hissa á því að fólk túlki orðin akkúrat á þann hátt sem þau standa er mér óskiljanlegt. Það má vera að hann sé sannfærður um að allar konur vilji sofa hjá Ásgeiri Kolbeins, en er það eitthvað issjú hjá honum þarna?

Þetta með "grunnskólanám" og annað sem þú segir er ekki svaravert. Annars má Gills eiga það að hann hefur séð að sér og fjarlægt færsluna, þó ekki væri nema af ótta við mömmu sína og/eða lögguna. Hið sama gildir augljóslega ekki um viðhlæjendur hans.

Hildur (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 15:05

6 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Okey.. tökum nokkur klassísk verk eftir Megas, eða bara Bob Dylan, gætum tekið fyrir augljósa mannvonsku í mörgum verkum Laxnes, tökum líka allar bækur Hugleiks og leikritin hans líka og túlkum þetta allt einsog það er skrifað.. orð fyrir orð.. og fáum okkur svo heiftarlegt móðursýkiskast.

Ég er enginn sérstakur "viðhlæjandi" Gills, en þar sem mér sýndist þjóðin ætla að fá ærlegt kast yfir því að hann væri hótandi fólki nauðgunum þótti mér rétt að taka upp málstað hans þar sem mér þótti grínið vera svo augljós.

Gaukur Úlfarsson, 5.12.2007 kl. 15:18

7 identicon

Ég held ekki að maðurinn hafi verið að meina það bókstaflega að hann "ætlaði" að gera það sem hann var að lýsa eða hvetja Ásgeir Kolbeins vin sinn til þess. Það breytir því ekki að það þarf engan sérstakan vilja til þess að taka færslunni sem lýsingu á þvinguðum kynmökum, jafnvel þó svo að hann lýsi kynfærum vinar síns sem hágæða.

Útiloka þó ekki að það liti afstöðu fólks að þessi maður er ákaflega ófyndinn og ekki listamaður fyrir fimmaur.

Hildur (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 15:26

8 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Auðvitað er það svo smekksatriði hvað fólki finnst fyndið og sem betur fer er ekki enn búið að innleiða í lög að eingöngu ein ákveðin tegund af fyndni sé fyndin..

Gaukur Úlfarsson, 5.12.2007 kl. 15:44

9 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Það er bara alveg sama hversu oft sem ég les þennan texta, aldrei tekst mér að sjá þessa hótun um kynferðislegt ofbeldi

Margrét Elín Arnarsdóttir, 5.12.2007 kl. 15:51

10 identicon

Ég las þessa færslu hans Gillz og ég gat bara hvergi séð nein merki um ofbeldi í þeim orðum sem hann notaði.  Vissulega væri hægt að orða þetta á smekklegri hátt en það kemur málinu ekkert við.  

Ég ætla að leyfa mér að alhæfa örlítið hér og segja: Allir sem túlka þetta á ofbeldisfullan hátt eru einfaldlega að reyna að búa til vandræði því þeit þola ekki Gillz og það sem hann stendur fyrir.

Binni (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 15:59

11 identicon

..eða finnst hann ófyndinn og fáránlegur karakter með þráhyggju gagnvart þeim sem hann þolir ekki!

Það er ekki víst að allir taki þessu sem "hótun" um kynferðisofbeldi þar sem enginn er að segja hér að sennilega ætli hann að láta af því verða að þvinga, eða láta vini sína þvinga kynmökum upp á nafngreindar konur. En það sem hann er að lýsa er hvorki "hlýja" né "ást" (eins og sumir segja) né kynlíf tveggja samþykktra aðila heldur kynmökum sem lausn til að lækka rostann í þessum konum. Kannski villir það sýn að hann talar um "hágæðalim (Kolbeins) í bílskúrinn". En það hljóta allir að átta sig á að þó svo að Gills sjálfur kunni að hafa áhuga á að fá slíkt frá vini sínum gildir það ekki sjálfkrafa um þær sem hann nafngreinir í færslunni.

Hildur (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 16:22

12 identicon

ok ég verð að fá svar á einu Binni hérna talar um að Gillz "standi fyrir" einhverju..... ég get ekki séð að þessi maður standi fyrir eitt né neitt... nema hugsanlega tóma hausa og ósjálfstæða hugsun. og ef svo er gæti einhver útskýrt ágæti þess fyrir mér? tal Gillz um að einn hágæðalimur þaggi niður í einhverjum sínir meira hvað þarf til að þakka niður í þeim sem skrifar heldur en þann sem átt er við.

ég hef lesið flestar bækur Hugleiks og það er ekki hægt að bera saman húmorinn sem er þar og því sem Gillz er að reyna að koma fram. fyrsta lagi eru bækur hugleiks um fólk sem ekki er til, einginn er nafn greindur og þetta er kaldhæðni til að sýna hversu sjúkt þetta raunverulega er, fólk móðgast líkia yfir því s.b. dómarnir á bókinni hans sem var að koma út úti.

Súsanna (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 16:42

13 identicon

Nokkur orð til Hildar og Súsönnu..

Það sem Egill eða Gillzenegger stendur fyrir er það að fólk Á og MÁ tala um það sem það vill svo lengi sem það kastist ekki við lögin. Drengurinn er mikill penni og kemur mörgum til að hlægja. Kannski ekki þeim hópum eða flokkum sem hann beinir spjótum sínum að hverru sinni en fólk verður að geta tekið gagnrýni. Margt gott hefur leitt að Feministum en einnig líka hlutir sem hinn almenni almeningur hristir hausinn yfir. Það sem Gillz gerir að hann lætur ykkur heyra það þegar honum er ofboðið. Það er hans réttur. Verið nú ekki að leita á þær síður sem angrar ykkur. t.d. ég hef engan áhuga á mataruppskriftum, þá er ég ekkert að fara inná www.uppskriftir.is 

En svona í lokin þá verð ég að segja að þessi fréttaflutningur er til skammar. Tel mig nú vera ágætlega vel gefinn og hvergi gat ég lesið úr þessum pistli einhverjar hótanir.  Það þýðir ekkert að hrópa eldur þegar það er kveikt á eldspýtu...

Væri fínt að fá kannski menn eins og Gillz í þessi blessuðu fréttarit okkar og hafa blaðamenn sem virkilega þora að segja eitthvað þegar fólkinu í landinu er gjörsamlega ofboðið hvort sem það sé að völdum feminista, stjórnmálaflokka o.s.frv.

Hallur (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 02:38

14 identicon

Ókei þar liggur kannski vandamálið. Mér finnst Egill afar ófyndinn og illa máli farinn. Þess vegna leita ég alls ekkert á hans síður, en ég les fréttir þar sem ég hef áhuga á þeim. Þú hlýtur að skilja þá lógík.

Hildur (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband