Færsluflokkur: Vefurinn

Fjölmiðla-Sifjaspell

það er orðið langt síðan ég skrifaði hér síðast. Ég hef verið að velta því fyrir mér um hvað maður ætti að skrifa hérna eftir að kosningunum lauk því ég nenni ekki að standa í röfli um stjórnmál svona stuttu eftir kosningar. Heldur vil ég óska nýjum og eldri ráðherrum til hamingju með embættin og vona innilega að þeim takist að bæta hag okkar allra og að þeir verði okkur til sóma næstu 4 ár. 

Ég held að ég noti frekar þessa síðu til þess að blása út af og til um þjóðfélagsmál almens eðlis, án þess þó að ég búist við því að verða mjög afkastamikill á því sviði. 

Ég hef áður skrifað þá skoðun mína hér á blogginu að líklega hafi Davíð Oddsson haft töluvert til síns máls með fjölmiðlafrumvarpi sínu. Þetta sér maður æ oftar og virðist 365 samsteypan vera hægt og rólega að breytast í risavaxið skrímsli. Í dag sá maður foringjahollustuna leka af fréttablaðinu í umfjöllun sinni um mál Egils Helgasonar. Ég hef lauslega fylgst með málinu og ætla ekki að taka afstöðu til málsins hérna, þ.e. hver er að skrökva og hver ekki en mér fannst vægast sagt aumt að sjá pillurnar sem blaðið skrifaði um málið í dag.

Það hefur hallað verulega á 365 í þessu máli og nú á greinilega að nýta sér völdin til þess að breyta umfjölluninni. Samkvæmt blaðamanni voru þættir hins svikula Egils tóm þjáning á að horfa, Egill gat aldrei horft í rétta cameru, hikaði og stamaði í sífellu og ég veit ekki hvað og hvað.. Síðasta pillan er svo á þá leið að  nú þegar Egill er farinn, geti Stöð 2 loksins gert almennilegan umræðuþátt um pólitík. Þar er nefndur Heimir Már sem kandídat í að rúlla yfir þessar vandræðalegu tilraunir Egils til að halda uppi umræðuþætti. hmm..? Þessi ágæti penni sem skrifaði þessar pillur hefur greinilega átt mjög erfiða helgi.

Mikið rosalega er þetta aumkunarvert að ráðast svona á fyrrverandi samstarfsmann sinn. Jafnvel Þó að Egill hefði hegðað sér illa, gert vonda þætti, svikið allt og alla og brotið allt og bramlað, þá lætur fullorðið fólk ekki svona. Þetta er augljóslega hættan sem stafar af því að starfa á fjölmiðli sem á fullt af öðrum fjölmiðla systkinum. Má því segja að þegar að fjölmiðla systkinin hópa sér svona saman að hálfgert fjölmiðla-sifjaspell eigi sér stað.  

365 eru einfaldlega tapsárir yfir því að hafa misst yfirburðar mann til RÚV og vita mætavel að hvorki Heimir Már né aðrir fréttamenn stöðvar 2 eiga lítinn séns í að færa okkur jafn lifandi umræðu um pólitík og Egill hefur gert undanfarin misseri. Betra væri þó fyrir ásjónu fyrirtækisins að láta það eiga sig að hreyta ónotum í Egil, hvort sem það er gert á vísi.is, Bylgjunni, Stöð 2 eða Fréttablaðinu. 

Veriði sæl 

 


Er Ég Sá Fyrsti Til Að Vera Kærður Fyrir Blog?

Mig langar óskaplega að vita hvort þið vitið til þess að einhver hafi áður verið kærður fyrir blog á Íslandi? Ekki man ég til þess.. Látið mig endilega vita ef þið munið eftir einhverju álíka.
Ef ég yrði svo dæmdur sekur, þá yrði nóg að gera hjá hæstarétti næstu 50 árin, krakkar að kæra hvora aðra fyrir að kalla sig homma á irkinu, svo ekki sé nú minnst á þá fengitíð sem Ómar sjálfur yrði kominn í, þá fengi sko það fólk sem gert hefur gys af upplýsingafulltrúanum hérna á netinu heldur betur á baukinn. Svo minnist ég þess að hafa verið kallaður skíthæll einhverstaðar hjá einhverjum.. fer í að finna það, það gætu orðið einhverjar millur í skaðabætur, enda var andlegt áfall mitt við það töluvert.
Annars hef ég aldrei farið fyrir rétt áður eða verið leiddur fyrir dómara. Ég verð nú að segja að ég er töluvert spenntur yfir þessu. Ómar þekkir þetta sjálfsagt betur en ég, enda bjó hann í USA og hefur sjálfsagt lært þetta samskiptaform þar, eða kannski að hann hafi horft yfir sig á Matlock á yngri árum..?
Ég er að hugsa um að gera þér tilboð Ómar. Þú lætur málið niður falla, sparar þér tíma og pening og borgar mér 500.000 kall. Ef þú hugsar málið, þá er þetta fjári gott tilboð! Taktu þér tíma í að spá í þetta, have your people call my people..

Veriði sæl!


Kæran Er Komin!

Jæja jæja.. Loks kom kæran frá Ómari R. Valdimarssyni sem ég er búinn að bíða svo lengi eftir. Ég sé framá að við fjölskyldan verðum að selja íbúðina og flytja úr vesturbænum sökum þrjósku minnar við að neita að taka ummæli mín um að Ómar væri rasisti niður af bloggsíðu minni. Hann fer framá 2. miljónir í skaðabætur (segir þetta hafa fengið mjög mikið andlega á sig, auk þess sem að hann hafi beðið álitshnekki). Svo vill hann 800.000 til þess að birta dómúrskurð í 3mur dagblöðum, svo þarf ég að ráða mér lögfræðing sem þarf auðvitað að borga.. þetta er alveg agalegt! Ég er stara framaní gjaldþrot hérna!!
Eða þannig..
En ég ætla að leggja hérna fyrir ykkur vini mína litla getraun, hvaða lögfræðingur haldið þið að hafi skrifað uppá stefnuna?? Sá sem getur rétt fær tóma aðdáun mína að launum.

Ekki vissi ég að Ómar þyrfti neina utanaðkomandi hjálp við að bíða álitshnekki..


Opið Bréf Til Ungra Sjálfstæðismanna

Mig langar að greina ykkur (aftur) frá því hvert atkvæðið mitt fellur í þessum kosningum. Þrátt fyrir að ég sé sannfærður um að frjálshyggjustefnan sem sumir ykkar boða í Sjálfstæðisflokknum sé sú eina rétta fyrir samfélagið, ætla ég ekki að kjósa ykkur að þessu sinni. Ástæðurnar fyrir því eru eftirfarandi;

1. Sovésk Stóriðjustefna flokksins sem er fullkomlega á skjön við allt sem flokkast gæti undir frjálshyggju og með ólíkindum að ungir menn innan ykkar raða skuli skrifa uppá hana.

2. Íraksstríðið og stuðningur flokksins við þær ólöglegu og ömurlegu aðgerðir.

3. Fyrirhuguð áframhaldandi stóriðjustefna flokksins þar sem augljóslega á að virkja hverja sprænu sem rennur hér (Þegar formenn stjórnarflokkana eru spurðir útí málið babla þeir eitthvað um að nauðsynlegt sé að ná þjóðarsátt um þetta mál.. Hvað þýðir það?? Að þeir ætli að sannfæra þjóðina um að það sé rétt að halda áfram að virkja og virkja??).

4. Valdaþreyta og valdahroki sem einkennir núverandi stjórnarflokka sem sést best á Jónínu málinu og hvernig hún bregst við fullkomlega eðlilegum fréttaflutningi kastljós á hennar málum.

Gefum okkur það að það sé rétt sem þið hafið hamrað á í þessari baráttu, að enginn geti stjórnað þessu landi nema þið og að allt fari til andskotans ef einhverjir aðrir flokkar reyni fyrir sér í þeim málum, ef við kaupum þau langsóttu rök að enginn kunni að reikna nema Árni Matt, þá held ég samt að það sé öllum til góðs að láta á það reyna að breyta aðeins til.
Þjóðinni til góðs vegna náttúrunnar og lýðræðisins og ykkur Sjálfstæðismönnum til góðs vegna afegaleiddrar stefnu ykkar og valdaþreytu. Þá hafið þið 4 ár til þess að safna vopnum ykkar aftur og enduskipuleggja flokkinn með skýrari frjálshyggjustefnu.
Ég veit að innst inni eru þið sammála mér, Kjósið því VG í dag ;)


Vill Ómar R. Valdemarsson Meira??

Framsóknarmaðurinn Ómar R. Valdemarsson virðist ekki vera dauður úr öllum æðum. Þrátt fyrir að hafa verið snúinn ærlega niður af undirrituðum ásamt öðrum góðu fólki, sem var búið að fá nóg af málefnasnauðu einelti hans á saklausu fólki, heyrist tíst frá honum af og til og nú virðist sem Ómar sé sigri hrósandi yfir nýrri auglýsingu sinna manna í Framsókn. 

Mér var send þessi auglýsing í gær í e-maili af eigenda auglýsingastofunnar sem hún var gerð á. Ég og sá maður erum ágætis vinir og höfum oft unnið saman. Ég hef ekki baun uppá þennan mann að klaga, topp maður þar á ferð..  Kauðinn í auglýsingunni á augljóslega að vera ég og verð ég nú bara að segja að ég er djúpt snortinn yfir þessari virðingu sem framsókn sýnir mér. Tveir menn hafa verið týndir til sem höfuðóvinir flokksins, annarsvegar Steingrímur J. og hins vegar ég.. Hvernig er ekki hægt að vera skælbrosandi yfir því? 

En Ómar virðist taka þessu sem einhverskonar árás á mig, býst við að mér mér sárni hún voðalega og nú hlakkar í kauða. Hann biður fólk að senda sér e-mail ef það geti sagt honum hver viðkomandi einstaklingur í auglýsingunni á að vera. Já, e-mail vegna þess að net-löggan Ómar sá sér ekki fært að hafa komentakerfið sitt opið lengur.

Kannski Ómar fái mail frá öðru fólki sem ekki kann að svara fyrir sig vegna veiks málsstaðar og hefur einnig lokað fyrir koment á síðum sínum, kannski frá Birni Inga eða Sveini Hirti sem eru einsog Ómar sauðtryggir Framsóknarmenn. Annars veistu það Ómar minn að ef þér liggur eitthvað á hjarta, (ég veit að þú lest bloggið mitt) þá máttu komenta hérna í opna net-löggu-lausa kerfinu mínu einsog þér sýnist. Og meðan ég man, þessi kæra sem þú hótaðir mér og staðfestir í fréttablaðinu að væri á leið til mín, fer hún ekkert að koma?? Þú ferð nú varla að hafa þetta á ferilskránni þinni að hafa í innantómum hótunum við fólk?? 

Veriði sæl!   


Hvað Gerir Björn Ingi?

Ég er búinn að vera að slugsa í dag, hanga of mikið á netinu og fylgjast með kosninga umræðunum í stað þess að vinna. Það er betra að surfa í vinnunni en þegar maður er heima, því dóttur minni og konu finnast ég lítið skemmtilegur þegar ég hangi í tölvunni á kvöldin. Undanfarna daga hef ég náð að afkasta töluverðu en þá hef ég líka verið í blogg-bindindi. Þetta er aftur á móti blogg mitt nr. 2 i dag..

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig afkastamestu bloggararnir fara að því að blogga svona margar færslur á dag. Sumir þeirra eru kannski í engri vinnu? veikir heima? í mjög rólegri vinnu eða á amfetamín-sterum..?

Einn afkastamesti bloggarinn hérna á mbl situr í borgarstjórn. Frá honum koma margar færslur á dag.  annað hvort  er Bingi með mann í vinnu hjá sér við að blogga, mann í vinnu hjá sér við að vinna vinnuna sína eða á amfetamín-sterum.

Nema að það sé bara ekki rassgat að gera hjá Binga?? 

Hvað haldið þið? 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband