Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Sovéskir Sjálfstæðismenn

Merkilegt að lesa pistla sjálfumglaðra Sjálfstæðismann þessa dagana. Var að lesa hér einn þar sem því er haldið fram að uppgangur sprotafyrirtækja sé Íhaldinu að þakka. 

Nú vill þannig til að ég hef fylgst afar vel með uppgangi fyrirtækisins CCP. Ég vann fyrir þá verkefni fyrir 4 árum, rétt um það leitið þegar að EVE ONLINE var að koma á markað. Á þessum tíma rambaði fyrirtækið á barmi gjaldþrots. Enginn utan CCP hafði sérstaka trú á því að þetta yrði eitthvað merkilegt, fæstir skildu hvað CCP voru að gera og flestum var alveg sama. Reynt var að ná í salt í grautinn hjá hinum ýmsu sjóðum ríkisins á meðan komist væri yfir erfiðasta hjallann. Allt voru það árangurslausar tilraunir. Ríkið sá ekkert merkilegt við fyrirtæki sem var að framleiða tölvuleik. Þegar svo leikurinn fór á markað erlendis sveiflaðist krónan upp og niður, sem gerði fyrirtækinu óbærilegt að gera út héðan frá Íslandi. Það er ekki Íhaldinu að þakka að aðalbækistöðvar fyrirtækisins, sem skilaði á síðasta ári miljarði í hagnað, eru ennþá á íslandi. 

Nánast sömu sögu má segja um Latabæ. Latibær hefur ekki fengið krónu í styrk frá Ríkinu. Það fyrirtæki hefur nú oftar en einu sinni verið á sama stað og CCP var. Menn höfðu jafnvel ennþá minni trú á að það gæti orðið eitthvað. Latibær lenti í sömu vandræðum með óstöðugleika krónunnar og CCP. 

Þess vegna er óhætt að segja að þessum fyrirtækjum hefur tekist hið ómögulega, ÞRÁTT fyrir ríkisstjórn Íhaldsins! Ég fæ óbragð í munninn þegar Sjálfstæðismenn telja uppgang þessara fyrirtækja vera sér að þakka.

Ég á fyrirtæki sjálfur sem er í útrás. Hugmyndin er góð, hefur verið testuð hér við góðan árangur, efnið er einstakt og hefur hlotið góðan hljómgrunn hvar sem við höfum kynnt það. En í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur það verið gersamlega ógerlegt að fá svo mikið sem eina krónu frá ríkinu í styrk, sama í hvaða sjóð er leitað.  Frumskógurinn er endalaus og reglurnar svo kassalaga að ekkert óvenjulegt hlýtur náð fyrir augum ríkisins. Reynt hefur verið að fá fund með menntamálaráðherra án árangurs.  Tekið skal fram að ég vinn við sömu iðn og Hrafn Gunnlaugsson. Skyldi það hafa verið vesen fyrir hann að fá fund með Þorgerði Katrínu þegar hann bjó til hina tímalausu snilld Skýrslumálastofnun eða hvað það var sem hún hét?

Í pistlinum sem ég linkaði í hér að ofan segir "Sprotafyrirtækin hafa vaxið í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur trúað því að fólkinu sé best treystandi að efla atvinnulífið, en ekki stjórnmálaflokkunum."

Þetta er sérstakt komment komandi frá flokki sem stendur í stórkostlegum atvinnu-töfralausnum í formi virkjanna og álvera..

Staðreyndin er einfaldlega sú að Sjálfstæðismenn eru Sovéskari en gömlu Sovétríkin. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband