Færsluflokkur: Dægurmál

Missum Okkur!

Ég verð að viðurkenna það að ég skil þetta mál ekki alveg.. Ég las þessa færslu frá Gills fyrir nokkrum dögum og gat ekki séð neina hótum um ofbeldi í pistlinum. Það sem ég las var að Egill ásamt svo mörgum ungum mönnum og konum hefur fengið uppí kok af rétttrúnaðar femínisma sem gerir ekkert nema veikja málstað þeirra femínista sem raunverulega vilja breyta því sem betur má fara. Í pistlinum dró Egill þá ályktun að ákveðnir femínistar þyrftu líklega bara að fá að njóta almennilegs kynlífs. Hvað svo sem fólki finnst um þessa ályktun að þá er hún í fullkomnu samræmi við lífsviðhorf Gills. Sumir þessara femínista vildi Gills meina að væru svo illa haldnir að það dygði ekkert minna en nokkra vel vaxna menn til að ná úr þeim pirringnum. Ekki var þó tekið fram hvernig ástar-meðferð Gills færi fram, hvort þessir vel völdu folar ættu að fjölmenna á þessar konur, eða hvort þeir ættu að heimsækja þær einn í einu yfir ákveðinn tíma á meðan á meðferð stæði. 

Fréttaflutningur mbl hefur sjálfsagt ekki dregið úr viðbrögðunum hér. Ekki veit ég hvernig fréttamaður mbl komst að þeirri niðurstöðu að um hótun um kynferðisofbeldi væri að ræða? Kannski að einhver doktor í kynjafræði hafi afkóðað pistilinn fyrir blaðamanninn? Annars langaði mig að velta hér upp tveimur spurningum varðandi þetta mál.

Í fyrsta lagi; Mega bara sumir beita gálgahúmor (einsog t.d. Hugleikur eða Megas) og má þá sá gálgahúmor bara beinast gegn ákveðnum þjóðfélagshópum en ekki öðrum?

og í öðru lagi; Þegar talað er um kynlíf eða ástarleiki og femínista í sömu setningu, er þá alltaf átt við kynferðisofbeldi? Hafa femínistar einir rétt á því að upplifa öll boð um ástaratlot sem hótun um nauðgun? Upplifir þetta enginn sem móðgun við raunveruleg fórnarlömb nauðgana?

 

Góðar Stundir 

 


mbl.is Gillzenegger tók bloggfærslu út fyrir mömmu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áríðandi Tilkynning Frá Lúkas!

Mikið hlýtur að vera gaman hjá æðri máttarvöldum þessa daga eftir að þau frumsýndu verkið skemmtilega um ógæfuhundinn Lúkas á litla sviðinu í norðurhafi. Æðri máttarvöld meiga líka vera hamingjusöm með árangurinn, því verkið vakti mikla athygli fyrir rammsúrealíska þjóðfélagsádeilu.
Annars setti ég mig í samband við hundamiðil sem sérhæfir sig í lifandi hundum sem taldir eru af og náðum við sambandi við döðluhundinn lúkas. Hann vildi koma eftirfarandi skilaboðum áleiðis til fyrrverandi eigenda sinna:
Kæra mannfólk! Ég kæri mig ekki um að fara til hundarakara! Ég kæri mig ekki heldur um að fara í ljós né vera með eyrnalokka, hálsmen eða annað asnalegt og ókarlmannlegt glingur. Ég kæri mig ekki um að vera í þessum asnalegu fötum sem þið klæðið mig í. Ég kæri mig ekki um að vera meðhöndlaður sem barbídúkka. Ég er hundur! Voff! Comprende? Og að lokum, þá kæri ég mig ekki um að vera kallaður Lúkas!
Vegna alls þessa, þá átti ég engra annara kosta völ en að strjúka og ég bið ykkur vinsamlegast að láta það eiga sig að vera að reyna að ná í mig.

ps; Notiði getnaðarvarnir!

Í alvörunni!

Veriði sæl!


Mánudagur

Ekki er laust við að það beri á andlegum timburmönnum eftir átök undanfarinna vikna hérna á blogginu. Nú þegar kosningum er lokið finnst mér alveg tilgangslaust að vera að tjá mig eitthvað um stöðu mála í stjórnamyndunum eða hver fær hugsanlega hvaða ráðuneyti. Nú er staðan sú að kjörnir fulltrúar gera það sem þeim sýnist alveg óháð því hvað mér finnst um það, því má líkja því við að freta útí vindinn að vera að tjá sig eitthvað um það hér. En hvað í ósköpunum á ég þá að skrifa um hérna? Spurning um að taka Ellý á þetta, gera svona sex in the city fyrir karlmenn? Prófum það.. 

"Var hún virkilega til í það?" Spurði ég og beit í sveittan vitaborgarann. "Já maður, alveg flippað sko.." Sagði vinur minn með sólheimaglott á vör. "Og hvað? Spurði ég og missti kokteilsósu niðrá buxurnar "Ég bara lét vaða maður, tók hana bara á orðinu" hélt vinur minn áfram sem ávalt virtist vera lenda í einhverskonar ævintýrum á borð við þetta "Ég skellti henni bara á bakið, klæddi mig í kafarabúninginn, náði í rækjusalatið, dúkahnífinn og kúbeinið, henti faxtækinu í samband og..

hmm.. þetta er kannski ekki alveg málið.. 

Ég nenni hreint ekki að skrifa meira um Ómar, það fer bara sína leið, þó virðist komentakerfið í færslunni hér fyrir neðan vera orðið einhverskonar skrímsli. Einhverjir óvildarmenn Ómars ásamt einhverjum vinum hans sjálfs (eða kannski bara hann sjálfur) að skrifast á undir mismiklum dulnefnum  um kosti og galla þess að vera Ómar. Gaman að fylgjast með því öllu.. Fannst reyndar svolítið spaugilegt koment frá einhverjum óskráðum Baldri sem sagði að ég augljóslega sæi eftir þessu öllu núna.. Veit ekki hvernig  sá maður fékk þá niðurstöðu, nema ef vera skyldi  að viðkomandi sé ólæs á hæðni.

Þannig að ég veit hreinlega ekkert hvað ég á að skrifa hérna lengur. Ætli það sé ekki best að leggja höfuðið í bleyti og ákveða hvort eitthvað framhald verði á þessu eða hvort að maður fari að segja þetta gott.. Ég ætla að hugsa málið.

Veriði sæl! 


Er Ég Sá Fyrsti Til Að Vera Kærður Fyrir Blog?

Mig langar óskaplega að vita hvort þið vitið til þess að einhver hafi áður verið kærður fyrir blog á Íslandi? Ekki man ég til þess.. Látið mig endilega vita ef þið munið eftir einhverju álíka.
Ef ég yrði svo dæmdur sekur, þá yrði nóg að gera hjá hæstarétti næstu 50 árin, krakkar að kæra hvora aðra fyrir að kalla sig homma á irkinu, svo ekki sé nú minnst á þá fengitíð sem Ómar sjálfur yrði kominn í, þá fengi sko það fólk sem gert hefur gys af upplýsingafulltrúanum hérna á netinu heldur betur á baukinn. Svo minnist ég þess að hafa verið kallaður skíthæll einhverstaðar hjá einhverjum.. fer í að finna það, það gætu orðið einhverjar millur í skaðabætur, enda var andlegt áfall mitt við það töluvert.
Annars hef ég aldrei farið fyrir rétt áður eða verið leiddur fyrir dómara. Ég verð nú að segja að ég er töluvert spenntur yfir þessu. Ómar þekkir þetta sjálfsagt betur en ég, enda bjó hann í USA og hefur sjálfsagt lært þetta samskiptaform þar, eða kannski að hann hafi horft yfir sig á Matlock á yngri árum..?
Ég er að hugsa um að gera þér tilboð Ómar. Þú lætur málið niður falla, sparar þér tíma og pening og borgar mér 500.000 kall. Ef þú hugsar málið, þá er þetta fjári gott tilboð! Taktu þér tíma í að spá í þetta, have your people call my people..

Veriði sæl!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband