Færsluflokkur: Lífstíll
12.5.2007 | 14:12
Opið Bréf Til Ungra Sjálfstæðismanna
Mig langar að greina ykkur (aftur) frá því hvert atkvæðið mitt fellur í þessum kosningum. Þrátt fyrir að ég sé sannfærður um að frjálshyggjustefnan sem sumir ykkar boða í Sjálfstæðisflokknum sé sú eina rétta fyrir samfélagið, ætla ég ekki að kjósa ykkur að þessu sinni. Ástæðurnar fyrir því eru eftirfarandi;
1. Sovésk Stóriðjustefna flokksins sem er fullkomlega á skjön við allt sem flokkast gæti undir frjálshyggju og með ólíkindum að ungir menn innan ykkar raða skuli skrifa uppá hana.
2. Íraksstríðið og stuðningur flokksins við þær ólöglegu og ömurlegu aðgerðir.
3. Fyrirhuguð áframhaldandi stóriðjustefna flokksins þar sem augljóslega á að virkja hverja sprænu sem rennur hér (Þegar formenn stjórnarflokkana eru spurðir útí málið babla þeir eitthvað um að nauðsynlegt sé að ná þjóðarsátt um þetta mál.. Hvað þýðir það?? Að þeir ætli að sannfæra þjóðina um að það sé rétt að halda áfram að virkja og virkja??).
4. Valdaþreyta og valdahroki sem einkennir núverandi stjórnarflokka sem sést best á Jónínu málinu og hvernig hún bregst við fullkomlega eðlilegum fréttaflutningi kastljós á hennar málum.
Gefum okkur það að það sé rétt sem þið hafið hamrað á í þessari baráttu, að enginn geti stjórnað þessu landi nema þið og að allt fari til andskotans ef einhverjir aðrir flokkar reyni fyrir sér í þeim málum, ef við kaupum þau langsóttu rök að enginn kunni að reikna nema Árni Matt, þá held ég samt að það sé öllum til góðs að láta á það reyna að breyta aðeins til.
Þjóðinni til góðs vegna náttúrunnar og lýðræðisins og ykkur Sjálfstæðismönnum til góðs vegna afegaleiddrar stefnu ykkar og valdaþreytu. Þá hafið þið 4 ár til þess að safna vopnum ykkar aftur og enduskipuleggja flokkinn með skýrari frjálshyggjustefnu.
Ég veit að innst inni eru þið sammála mér, Kjósið því VG í dag ;)
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)