Færsluflokkur: Enski boltinn

Móðursjúka Þjóð

Hér sýnist mér stefna í enn eitt móðursýkiskastið hjá þjóðinni. Ætli öllum eintökum af Djöflaeyjunni verði ekki safnað saman og efnt til blaðabrennu niðrá Austurvelli? Þvínæst verður skipuð nefnd með valinkunnum forræðishyggju snillingum og farið yfir allan skrifaðan texta, hvort sem hann er í formi bóka, ljóða eða söngtexta, eða fyrir útvarp, sjónvarp og bíómyndir. Leitað verður sérstaklega eftir verkum þar sem skrifað hefur verið um fatlaða,  geðveika, þroskahefta og um "viðkvæm" mál einsog klám, fíkniefni, ofbeldi, samkynhneigð. Verður þessum verkum öllum safnað saman og haldin allsherjar brenna á laugardalsvelli þar sem kynnt verða ný lög sem banna allt grín nema að það geti alls ekki misskilist og fjalli eingöngu um fyndna hluti eins og feita kalla sem detta á rassinn og rjómakökuköst. 

Það sem ég hef séð birt úr þessari grein í djöflaeyjunni er svo augljóst háð að fólk þyrfti að vera alvarlega greindarskert til þess að halda að hér væri einhverskonar leiðarvísir fyrir neytendur fíkniefna. En það virðist sem að það séu alltaf til einhverjir móðursjúkir móðgunarfíklar sem rjúka upp til handa og fóta um leið og blygðunarkennd þeirra er misboðið. Greinin finnst mér ekki síst vera skot á hversu illa við erum stödd í forvarnarmálum. Mín skoðun er sú að það þurfi að ákveða hvort skuli gera, leyfa neyslu fíkniefna hér á landi eða fara í almennilega baráttu gegn þeim. Ljóst er að núverandi ástand er ómögulegt. En það er nú efni í annan pistil. 

Veriði Sæl! 


mbl.is Fíkniefnaleiðarvísir birtur í fríblaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband