30.3.2007 | 13:56
COPS
Var að horfa á cops í gær í kastljósinu. Einhverjum suðurnesjagreyjum snúið niður og hassplötur gerðar upptækar. Afar spennandi sjónvarpsefni. Það er eitthvað við það að sjá fólk með buxurnar á hælunum í sjónvarpi sem er hreinlega ávanabindandi. Þetta er sama lögmálið og með DV þegar þeir voru uppá sitt besta, alment var fólki meinílla við vinnubrögð blaðsins, en gat ekki setið á sér við að kaupa sér eintak, því það verður eitthvað svo ávanabindandi við það að gæða sér á ógæfu náungans.
Ekki er langt síðan að það var nóg fyrir gægjuþörfina í okkur að fá að líta inn til fólks í þáttum einsog innlit útlit og tímaritum einsog hús og híbýli. Núna þurfum við meira, kíkjum heim til Dodda keðju með hasshund og rótum í óhreinatauinu hans.
Ég er með hugmynd að sjónvarpsþætti; eftir að búið er að sturta úr kryddhillunum hjá þessum ógæfupésum, fáum þá Arnar Gauta og Völu Matt til að koma inn og analísera íbúðina, fara yfir hvað mætti betur fara og svo tæki við sjónvarpsmarkaður þar sem okkur verða kynnt tilboð vikunar í húsasmiðjunni á gas-arni og valhnetuparketi.
veriði sæl.
Meginflokkur: Sjónvarp | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 31.3.2007 kl. 13:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.