11.4.2007 | 23:09
Eru feministar athyglissjúkir?
Las í fréttablaðinu í dag að feministar væru að íhuga mál á hendur vífilfelli vegna kók zero auglýsinga þeirra. það hlýtur að vera hrikalega þreytandi að vera sífellt með þessi kynjagleraugu á lofti. endalaust rýnt í allt og ekkert, hvort sem það eru gos-auglýsingar eða bílslys.. "mér finnst nú töluvert hallað á rétt kvenna i þessu slysi, hér sjáum við hvernig karlmaðurinn hefur troðið sér ofaná kvennmannin og lætur sig blæða yfir hana alla..!" Maður hélt að femenistar væru í smá pásu eftir smáralindar-hneykslið, en nú virðast þeir hafa fengið vind í seglin. Kók Zero!
Ég hef lengi haldið því fram að feministar séu öflugasta auglýsingastofa landsins þegar þær taka sig til. Margir hafa kveikt á því og reynt að stuða þá til þess að fá ókeypis féttafluttning um vörur sínar eða uppákomur. Nú eru margir skeleggir feministar ágætis vinir mínir og er sjálfur á jaðri þess að geta talist til þeirra sjálfur. Þeir vinir mínir eru upp til hópa afar vel gefið fólk sem meinar og vill vel, þessvegna er mér fyrirmunað að skilja afhverju þeir falla aftur og aftur fyrir þessu bragði.
Vífilfell of auglýsingastofa þeirra, Vatikanið hljóta að vera hæstánægðir með árangur sinn. Með því að fá feminista til að mótmæla vöru þeirra opinberlega skrúfast varan betur inná markhóp þeirra, sem eru gaurar, ungir sem aldnir sem eru hreint ekki hliðhollir smáralindarstefnu feminista. Þvert á móti, þá fer þetta kvabb í taugarnar á þeim og þá verður það verður statement að drekka kók zero.
Að því gefnu að feministar séu ágætlega vel gefið og meinandi fólk áætla ég að annað hvort séu þeir "inn on it" þ.e. fái borgað fyrir þessa markaðssetningu sína, eða séu bara einfaldlega sjúklega athyglissjúkur hópur fólks, sem lifir eftir þeirri reglu að "all press is good press" þ.e. að svo lengi sem þau fái reglulega umfjöllun í fjölmiðlum, að þá skipti það engu hversu asnalega þau líti út eða kjánalegur málstaður þeirra kunni að hljóma.
Veriði sæl!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:13 | Facebook
Athugasemdir
Hvaða, hvaða...Getur líka verið að fólki sem vantar athygli, t.d. vegna frama í pólitík, taki hitt og þetta upp sem það telur að muni fá umfjöllun, svo þegar málið fær umfjöllun þá sé hver sú manneskja sem um það fjallar stimplaður feministi? Þetta Smáralindaflipp kom nú ekki frá neinum yfirlýstum feminista. Ég hef nú haft af henni smá kynni og ekki vitað til þess að hún sé feministi, kannski bara eilítið flippuð stundum.
En annars góð tilgáta, og fyndið með bílsslysa karlrembuna.
Vaff, 12.4.2007 kl. 01:08
hehe.. þú semsagt tekur undir það að "all press is good press" sé stefna feminista? að með svona pikki og poti einsog kók zero potinu skipti engu máli þó að feministar líti fáránlega út og að flestum finnist þetta bara vera tilgangslaust kvabb? Að kók zero séu þeir einu sem græða á potinu en að feministar komi ílla út?
Gaukur Úlfarsson, 12.4.2007 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.