Hvenær Kemur Kæran?

Ég vaknaði alveg ofurspenntur í morgun, ekki bara útaf leik Liverpool og Chelsea i kvöld, heldur líka vegna yfirvofandi símtals frá lögfræðingi/um (Kannski er hann með heilan her lögfræðinga?)  Ómars R. 

Veit einhver hvernig svona virkar? Kemur einhver jakkafata-gosi með umslag og afhendir mér formlega kæruna? Eða kannski lögreglan bara? Þarf ég að kvitta fyrir móttöku kærunar? Hvernig fer svona lagað fram? Er einhver hérna í blogglandi sem Ómar hefur kært áður og getur upplýst mig um hverju ég má eiga von á? Hann nefndi einhvern lögfræðing með nafni í símann í gær en sökum hve rödd hans var bjöguð af reiði heyrði ég ekki hver það var.

Annars rakst ég á skemmtilega gátu hérna á netinu tengda þessu máli öllu.

 

Veriði sæl! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Sigurðsson

Komdu sæll,

Þetta er spennandi. Ómar er ófeiminn, svo ekki sé meira sagt. Ég held að þetta segi allt sem segja þarf um í hvaða farveg þetta blessaða moggablogg er komið. Hálfgerð paródía af því sem margir vilja að það sé, sem er vettvangur málefnalegrar umræðu. Það má hafa gaman af þessu ef maður tekur það ekki of alvarlega.

Gangi þér vel með kæruna, ef hún kemur. Vonandi slæðast ekki Kárahnjúkaniðurgangsbakteríur með bréfinu !

Snorri Sigurðsson, 25.4.2007 kl. 12:28

2 identicon

Ómar er að þrífa göngin...

Illa gengur göng að skola

og gefa upplýsingarnar.

Það ætti að láta Ómar þola

ólyktina hér og þar.

Már Högnason (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband