25.4.2007 | 14:25
Ég Bíð Og Bíð Ómar..
Ég kem engu í verk í dag vegna spennu.. Mikið tekur þetta langan tíma hjá Ómari?? Ég vona nú innilega að vinnuveitendur hans hafi ekki bannað honum að kæra, hvað þá að hafa frekari afskifti af þjóðmálum. Hef nefninlega ekki séð nein skrif hjá honum varðandi pólitík í svolítinn tíma..??
Kannski er bara svona mikið að gera hjá honum, þarf náttúrulega að svara fyrir matareirtrun 180 starfsmanna Impreglio.. fjölmiðlar að hringja á fullu í hann, allt í volli.. Kannski eru allir 180 starfsmennirnir að íhuga málsókn á hendur Impreglio??
Við skulum samt vona að hann finni sér smugu í dag til að standa við stóru orðin.
Veriði sæl!
Athugasemdir
Passaðu þig frændi! Ekki taka við neinu frá Ómari án þess að vera með gúmmíhanska og grímu fyrir vitunum... maður veit sko aldrei hvað berst með sendingum frá ofvirkum bakteríuvirkjurum...
Viðar Eggertsson, 25.4.2007 kl. 17:33
Uss Viðar.. Ertu að biðja um kæru? Sé ekki betur en að þú sért að kalla Ómar ofvirkan bakteríuvirkjara?? Mátt eiga von á símtala innan skamms frá honum.. Þá erum við komnir 4 í hópinn sem Ómar þarf að kæra, það er ekki einsog það sé eitthvað lítið að gera hjá honum núþegar.. eru einhverjir aðrir hérna sem vilja slást í hópinn með okkur??
Allt sem gera þarf er að kalla hann einhverjum nöfnum og innan skamms megið þið eiga von á símtali :D
Gaukur Úlfarsson, 25.4.2007 kl. 17:50
Ómar hefur ekki enn hringt í mig, auðvitað svo upptekinn að bjarga virkjunarskinninu, en hefur hann sent il þín stefnu?
Viðar Eggertsson, 26.4.2007 kl. 16:41
Nei, en mér skilst að hann sé að vinna í þessu.
Annars er ég farinn að kenna í brjóst um manninn og hef ákveðið að draga mig í hlé með þetta mál. Ómar er hættur pólitísku skítkasti sínu í bili og þar með er markmiðinu náð.
Gaukur Úlfarsson, 26.4.2007 kl. 16:45
Þetta er helber snilld. Efast um að kæran birtist nokkurn tíma.
Brynjar Guðnason (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.