Botnveiðar Framsóknar

Það er greinilegt að frjálslyndi flokkurinn hefur náð að opna nýja vídd í kosningabaráttunni. Með því að höfða til lægstu hvata manneskjunar, hræðslu við hið óþekkta (útlendinga) reyna frjálslynir að veiða atkvæði hjá ílla upplýstu og ílla innrættu fólki. Um þetta hef ég verið að ræða í fyrri pistlum mínum og ætla ekkert að fara að endurtaka þær ræður, þetta eru örvæntingarfullar aðgerðir flokks í útrýmingarhættu. Nú er annar flokkur farinn að sækja í hugmyndaver Frjálslyndra um óvenjulegar atkvæðaveiðar, Framsóknarflokkurinn.

Mér var bent á síðu sem Framsókn heldur úti og augljóslega á að höfða til ákveðins hóp kjósenda; Fæðingarhálfvita.. kind.is er síða sem er merkt Sambandi Ungra Framsóknarmanna og er stæling á síðunni b2.is og er full af allskonar tenglum á sniðuga hluti á netinu einsog krúttlega hamstra og fólki að detta á bossann. Nema hvað, í svona þriðja til fjórða hverjum tengli má finna tengla einsog "VG á móti - kemur á óvart!" svo 2. linkum neðar "Líka á móti Leifsstöð!" osfv..

Á síðunni má líka finna beinar auglýsingar Framsóknarflokksins sem höfða eiga sérstaklega til þessa hóps. Eftir að hafa horft á nokkrar þeirra komst ég að þessari niðurstöðu að hér sé Framsókn að fiska á ný mið, mið fæðingarhálfvita. Þær eru afar einfaldar, enginn þungur texti, Skýrmælt kona talar til áhorfenda "Hey krakkar, pössum okkur á rauða kallinum (sem er, viti menn, undarlega líkur Steingrími J.) Kjósum Græna kallinn, hann er svo góóóður, Rauði kallinn vill bara banna allt en græni kallinn ætlar að leyfa þér að gera allt sem þig langar, veii.." Ugh.. Afar vondur leikur hjá flokknum. Að koma fram við kjósendur einsog þeir séu mjög mikið ílla gefnir gefur ekki af sér góðan þokka.

Framsókn er vissulega í sömu stöðu og Frjálslyndir hvað það varðar að flokkurinn er á barmi útrýmingar. Þegar sú staða blasir við taka við örvæntingarfullar tilraunir til atkvæðaveiða, Framsókn hefur tekið örvæntingar-forystuna.

Ég ætla að spá því að þetta eigi eftir að koma í bakið á þeim, allir fæðingarhálvitarnir sem þeir hafa hrætt til að fara á kjörstað til að kjósa græna kallinn eiga eftir að kjosa Græna flokkinn.

Þá er bara ein spurning eftir ósvöruð ; Hver borgar þessa geðveiki?? Getur einhver svarað mér hvernig næstminnsti flokkur landsins hefur efni á því að auglýsa dag eftir dag í öllum auglýsingatímum allra fjölmiðla landsins? Hver er að borga þetta??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll. Mikill og stór misskilningur hjá þér að Framsókn sé í útrýmingarhættu. Ekki hef ég orðið var við það. Niðursveifla-en engin útrýming.

Kíktu á starf unga fólksins í Framsókn. Þar eru engir ,,fæðingarhálfvitar" á ferð. Heldur fólk sem hefur hugsjón, hugmyndaflug og þor.

Þú ert velkomin í heimsókn til okkar á Laugaveg 33 í Reykjavík.

Sveinn Hjörtur , 26.4.2007 kl. 00:32

2 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Ekki sagði ég neitt um að í Framsókn væru fæðingarhálvitar, heldur að þeir væru að reyna fyrir sér á nýjum miðum í atkvæðaveiðum, að höfða til fæðingarhálfvita. frekar aumt hjá ykkur.

Takk fyrir boðið, eru pitzur og kók?

Gaukur Úlfarsson, 26.4.2007 kl. 00:38

3 identicon

Framsókn mun því miður verða til eftir þessar kosningar með svona fjóra til sex þingmenn.  Hinsvegar mun pestin Frjálslyndir ekki ná inn manni og upp frá því tvístarast aftur í frumeindir - tækifærissinna, lýðskrumara, nasista og fyrrum kvótafýlukarla.

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 15:29

4 identicon

Hættu þessu röfli nú Gaukur minn og farðu á fókusera á eitthvað sem skiptir máli! Mig vantar t.d. bassaleikara í nýju hljómsveitina mína "The Baron and The Feminists". Ertu geim?

Áfram Framsókn!!!!

Snorri Barón Jónsson (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 15:47

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hló upphátt, vefur fyrir fæðingrhálfvita :)

Vona innilega að þessum vef takist ekki að hafa áhrif á neinn sem er kominn með vott af rökrænni hugsun og þar með kosningaaldur.

Þetta er augljóslega fyrir svo unga krakka að þeir eru kannski að vona að veiða út á þetta hóp fyrir þar næstu kosningar?

Baldvin Jónsson, 26.4.2007 kl. 16:35

6 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Jess Snorri!! Ég er til, svo lengi sem ég fæ að taka bassa-sóló! Og að þú verðir alltaf ber að ofan og ég að neðan.

Gaukur Úlfarsson, 26.4.2007 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband