Hlutdrægar Skoðanakannanir

Einsog margir hafa bent á hér á blogglandi, þá er allt vaðandi í hlutdrægni í fjölmiðlum landsins fyrir þessar kosningar. Helgi Seljan og Sigmar Guðmundsson hafa málað skrattann á vegginn í umfjöllun sinni um Jónínu, mál sem varla gæti talist frétt og það er alveg ljóst að ef þessir pörupiltar væru góðir og gildir framsóknarmenn væri þetta mál ekki einnu sinni til umfjöllunar. Kastljós halda svo áfram í hlutdrægni sinni í gær á borgarafundi sjónvarpsins. Þar mátti heyra fólk hlægja af Jóni Sigurðssyni, þáttastjórnendur rengdu ráðherra í ríkisstjórninni og áhorfendur klöppuðu og hlógu þegar Stengrímur J. niðurlægði einn ötulasta stuðningsmann, frambjóðanda og tilvonandi menntamálaráðherra okkar framsóknar Svein Hjört Guðfinnsson. Þvílíkt og annað eins!! Það má vera alveg ljóst að hlutföll fólks í salnum voru skökk, hversvegna var ekki salurinn fylltur af framsóknarmönnum?

Annað sem mig langar að vekja athygli ykkar á er hlutdrægni þeirra sem gera skoðanakannanir. Hvernig stendur á því að Gallup og Félagsvísindastofnun Háskólans hringir ekki í fleiri framsóknarmenn þegar þeir gera þessar kannanir sínar.. þetta er alveg fyrir neðan allar hellur!! Líkt og könnunin sem birt var í kvöld, 4.5% í Reykjavík Norður!! Hvers eigum við að gjalda?

Veriði sæl!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband