Framsóknar-Kindur

Núna fer að verða mánuður síðan ég byrjaði að blogga fyrst. Þetta er búið að vera fjörlegt, er m.a. búinn að fá á mig kæruhótun, (er reyndar ennþá að bíða eftir sjálfri kærunni) fengið þann aðila til þess að hætta að skipta sér að stjórnmálaumræðunni (sem er vel) og fá þann aðila til þess að loka fyrir komentakerfið sitt. Nú hefur annar vitringur lokað fyrir komentakerfið sitt vegna spurninga sem ég baunaði á hann þar. Þessi ágæti maður sem er í framboði fyrir Framsóknarflokkinn, hefur ýtrekað haldið því fram að ég hafi verið með skæting og stæla við sig, sé ómálefnalegur og stundi rógburð. Reyndar hef ég aldrei gerst sekur um að vera með skæting við hann. Kannski stæla, en aldrei hef ég sokkið á hans level að uppnefna hann einsog hann gerir við mig. 

Ekki svo að skilja að ég taki þessu nærri mér, þvert á móti. Mér þykir þetta bara svolítið spaugilegt þar sem þessi ágæti framsóknarmaður er hér að væna Steingrím J. um að hann svari ekki fyrirspurnum frá sér, hinum almenna borgara. Þetta er spaugilegt þar sem viðkomandi er í framboði sjálfur og hefur ekki svarað einni spurningu sem ég hef lagt fyrir hann, grípur heldur til þess sama ráðs og flokksfélagi hans, Björn Ingi gerði og lokar bara komentakerfinu. Þessi mikli snillingur bætir því reyndar við að Steingrímur hafi eftir þáttinn brjálast útí hann og sagt honum að snauta niðrá club kind. (reyndar hef ég heyrt það frá fólki sem varð vitni af þessu að framsóknarmaðurinn hafi hangið utaní Steingrími einsog geðsjúklingur en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það).

Spurningin sem þessi ágæti frambjóðandi Framspilltaflokksins bar fyrir Steingrím í þættinum var sérstök fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi var hún óskiljanleg, einsog svo margt annað sem þessi ágæti maður skrifar, í öðru lagi, voru heimildirnar kolrangar sem maðurinn hafði undir höndum. Hér fer maður í framboði til alþingiskosninga! Hverskonar hallæri er í gangi á þessum listum framsóknar?? Guð forði þjóðinni frá því að fólk sem getur ekki komið útúr sér heillri setningu án þess að bjaga hana þannig að hún skiljist ekki og fari síðan rangt með heimildir í þeirri sömu setningu, komist til valda!

Annars held ég einmitt að þetta lið sé mjög vel geymt þarna niðrá kind. Hvernig er öðruvísi hægt að lýsa þessu fólki sem skrifar hérna stöðugt á blogginu undir merkjum framsóknar að Jónína, spillingardrottningin sjálf sé blásaklaus og ofsótt af fjölmiðlum landsins. Þetta fólk einfaldlega neitar að horfast í augu við það að það gæti hugsast að einhver innan raða flokksins sé mannlegur. Þaðan sem ég kem, er þannig fólk kallað sauðir = kindur

Ekki vera kind, ekki kjósa framsókn!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Kind þýðir barn á þýsku. Passar vel miðað við barnaskapinn í málflutningnum.

Annars finnst mér allar þessar ungliðahreyfingar meira og minna stórskrýtnar. Kind.is tekur þó reyndar kökuna, eins og amerískir myndu segja.

Þarfagreinir, 4.5.2007 kl. 19:47

2 Smámynd: Fræðingur

Djöfulsins dóni ertu Gaukur. Þú veist það að sannleikurinn er ekkert nema dónalegur og því ókurteisi að heimta hann ;)

Fræðingur, 4.5.2007 kl. 22:35

3 Smámynd: Tómas Þóroddsson

virkilega ánægður með skrif þín, er sammála á flestum sviðum. 

Tómas Þóroddsson, 6.5.2007 kl. 01:17

4 identicon

Go Gaukur Go.

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 12:15

5 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Þú veltir fyrir þér hvurslags hallæri sé hjá framsókn. Þessu er auðsvarað; framsókn er hallæri......

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 6.5.2007 kl. 12:45

6 Smámynd: Páll Einarsson

Held að framsóknarkindin sé á leið til slátrunar.

Páll Einarsson, 6.5.2007 kl. 13:17

7 identicon

heyrðu Gaukur þar sem þú segist vera rógberi þá má ég til með að benda þér á þetta

http://gislifreyr.blog.is/blog/gislifreyr/entry/195416/#comments

kv. 

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband