Kæran Er Komin!

Jæja jæja.. Loks kom kæran frá Ómari R. Valdimarssyni sem ég er búinn að bíða svo lengi eftir. Ég sé framá að við fjölskyldan verðum að selja íbúðina og flytja úr vesturbænum sökum þrjósku minnar við að neita að taka ummæli mín um að Ómar væri rasisti niður af bloggsíðu minni. Hann fer framá 2. miljónir í skaðabætur (segir þetta hafa fengið mjög mikið andlega á sig, auk þess sem að hann hafi beðið álitshnekki). Svo vill hann 800.000 til þess að birta dómúrskurð í 3mur dagblöðum, svo þarf ég að ráða mér lögfræðing sem þarf auðvitað að borga.. þetta er alveg agalegt! Ég er stara framaní gjaldþrot hérna!!
Eða þannig..
En ég ætla að leggja hérna fyrir ykkur vini mína litla getraun, hvaða lögfræðingur haldið þið að hafi skrifað uppá stefnuna?? Sá sem getur rétt fær tóma aðdáun mína að launum.

Ekki vissi ég að Ómar þyrfti neina utanaðkomandi hjálp við að bíða álitshnekki..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sveinn Andri Sveinsson?

Steinunn Rögnvaldsdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 21:07

2 Smámynd: Haukur Viðar

Hahaha 2 milljónir?

Og Bubbi Morthens fékk 700 þúsund

Haukur Viðar, 15.5.2007 kl. 23:36

3 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Nei ekki Sveinn Andri, en þú ert heit..

Gaukur Úlfarsson, 16.5.2007 kl. 01:49

4 identicon

Ég giska á Villi Vill copy paste

laukur minn

Mýrdal (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 10:03

5 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Og það var rétt Mýrdal! Þú átt inni tóma aðdáun mína :D

Gaukur Úlfarsson, 16.5.2007 kl. 10:20

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég held að hann Ómar ætti að leita sér aðstoðar

Heiða B. Heiðars, 16.5.2007 kl. 11:35

7 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Meinaru frekari aðstoðar en frá Villa Vill? Já, það væri kannski ekki svo vitlaust..

Gaukur Úlfarsson, 16.5.2007 kl. 11:39

8 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Sko það er nú eitt með álitið og virðinguna... menn eiga hana ekkert skuldlausa heldur verða menn að afla sér hennar og mér sýnist í fljótheitum að það forðist kappinn sem helst hann má.

Þorsteinn Gunnarsson, 16.5.2007 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband