23.8.2007 | 10:30
Stjáni og Stuðmennirnir
Jæja.. Þá er farið að rigna og ætli þá sé ekki best að blogga örlítið um
málefni líðandi stunda.
Ég horfði með öðru auganu á stórtónleika Kaupþings á laugardaginn síðasta.
Þjóðin lét ekki bjóða sér tvisvar og fjölmennti á Wembley til þess að berja
helstu poppara okkar íslendinga augum.
Ég missti reyndar af Páli Óskari flytja 2 af sínum nýju lögum en efast ekki um
annað en að hann hafi skilað því verkefni einsog sá fagmaður og súperstjarna sem
hann er.
Spenntastur var ég fyrir að sjá nýju grúppuna hans Einars Bárða, Lúxor. Mjög
gott nafn á þvottaefni, nei ég meina hljómsveit.. Ég veit ekki hvað skal segja, en ef Einari tekst að mjólka meiri monníng útúr sínum fjársterku aðilum fyrir enn eina listrænu
útrásina og sannfæra þjóðina í leiðinni um að þeir séu heimsfrægir, þá held
ég að fálkaorðan sé handan við hornið. Ekki veit ég hversu mikið var að marka
þessa fyrstu framkomu Luxor mér virtist sem að inntökuskilyrðin hafi verið þau að
hafa lært klassískan söng auk þess að hafa tekið þátt í Herra Ísland. Mögnuð
blanda! Great shit!
Annars á þessi pistill nú ekki að fjalla um tónleikana sem slíka, enda svosem fátt
sem stóð uppúr þessu kvöldi, nema ef vera skildi Mr. Morthens sem sýndi það og
sannaði að maður þarf ákveðna tegund persónutöfra til þess að standa á svona
stóru sviði. Nokkrir þeir sem komu á undan Bubba reyndu máttlítið að rífa upp
stuðið en það skilaði engu nema ískyggilegum bjánahrolli heim í stofu. Sama hvað
segja má um Bubba, þá hefur hann "þetta" og hver einasti tónleikagestur virtist vera
á hans valdi.
Reyndar er Egill Ólafs ekki laus við "þetta" og ekki heldur Bó Halldórs en hann var
einmitt mættur til að flytja með Agli og Stuðmönnum "tætum og tryllum" þetta
umrædda kvöld. Ég fékk ekki betur séð en að Stuðmenn hefðu staðið sig
prýðilega, en þjóðin virtist hafa átt von á því að þarna yrðu þau Ragga, Valgeir og Þórður með stuðmönnum, svona í tilefni afmælis Kaupþinga, en
svo var ekki. Stuðmenn sýndu að þeir eru ungir í anda og alltaf til í að gera
flipp. Þeir mættu í skáta/kraftverk búningum og spiluðu nokkra slagara á
hljóðgervla og raftrommur. Nokkuð djarft hjá þeim félögum, reyndar svo djarft að
mörgum þótti nóg um.
Bloggsíður, Barnalönd og önnur hringleikahús kváðu í kjölfarið upp dóm sinn
yfir Stuðmönnum. Þeir eru fínídó! Wahsed up! Glataðir gaurar! Og Bó líka!
Glatað! Alveg sama þó þetta hafi verið ókeypis tónleikar.. þeir eiga bara að
skammast sín!
Ég veit ekki hvenær þjóðin gerðist svona rosalega dómhörð, en eitt er víst að
internet-þjóðarsálin vill daglegar aftökur. Íslenska internetið er orðið einsog
slæmur Jerry Springer þáttur. Ég sá t.d. umræður um Magna á síðunni
ormapyttur.is, nei ég meina barnaland.is fyrir skemmstu þar sem hann var sagður yesterdays news..
búinn að vera osfv, af sama fólkinu og festi ekki svefn vegna taumlausrar aðdáunar sinnar á kappanum fyrir minna en ári.
Það er stórfenglegt að fylgjast með því fuglabjargi sem kennir sig við barnaland.
Þar keppast gammarnir við að gjamma upp og niður fólkið í landinu. Einn er eina
stundina alveg frábær og allir sem ekki eru á sama máli eru bara gamaldags heimskir lúðar og
svo hina stundina er sá hinn sami orðinn óld njús og vitiði hvað hann gerði ó
guð minn góður og ef þú fílar hann þá þarftu bara að fara í geðrannsókn!! og
svo dönsuðu þau öll saman í hring..
Niðurstaða mín í þessu máli er sú að Stuðmenn séu mistækir einsog fólk
almennt, en þjóðarsálin er washed up, búin að vera, yesterdays news!
veriði bæ!
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Bloggar, Sjónvarp, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Viltu kíkja á mitt blogg og hjálpa til (aftur) ?? Please!!
Heiða B. Heiðars, 23.8.2007 kl. 20:11
Þetta var MJÖG góður pistill.. Þú ættir að vera svona penni aftan á fréttablaðinu.. Annars það sem mér finnst helst athyglisvert er þetta... Hvað er gaur eins og þú að gera alltaf inn a Barnalandinu??
Björg F (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.