1.4.2007 | 19:28
Ísland fyrir Íslendinga
Frábærlega fyndin greinin í fréttablaðinu í dag um hrakfarir frambjóðanda Frjálslynda flokksins, Viðars Helga Guðjohnsen. Viðar þessi hafði skrifað grein á netinu um hve beint megi rekja hópnauðganir, berkla og hnignum samfélagsins til fjölgun útlendinga á Íslandi. Þegar maður er reiður og hræddur að eðlisfari, þá er svo gott að geta kennt einhverju um, geta verið reiður útí þessa helvítis útlendinga sem alltaf eru að eyðileggja allt allstaðar fyrir manni og svo í ofanálag geta verið hræddur um hvert þetta stefni allt ef ekki verði gripið í taumana, þá verðum við hér hreinu íslendingarnir í minnihluta á okkar fósturjörð og fylgjumst með berklasmituðum börnum okkar hópnauðgað í hrönnum af skítugum útlendingum.
Nú þekki ég þig ekki Viðar né þína sögu og hef hér að ofan gefið mér leyfi til þess að ætla að þú sért bæði hræddur og reiður, sem er mjög slæm blanda.
Ef svo heppilega vill til að forsjónin hagi því þannig að einhver nákominn Viðari lesi þetta, hringið þá í hann og segið honum að ykkur þyki vænt um hann, kaupið jafnvel handa honum gjöf eða bjóðið honum í mat. Eyðum þessum ótta, það væri einfaldlega þjóðhagslega hagkvæmt.
Ég byrjaði þessa færslu á því að segja að frétt fréttablaðsins hefði verið fyndin. Það sem var fyndið við hana voru viðbrögð Formans samtaka kvenna af erlendum uppruna, Tatjönu Latinovic sem hafði lesið pistil Viðars og vill að svo stöddu fyrst og fremst bjóða honum aðstoð sína við stafsetningu.
Það er annsi gott feis!
Veriði sæl.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.