Hátt glymur í tómri tunnu

Ég er einn heima í kvold, Heklugos fór með mömmu sinni í heimsókn útí bæ, þannig að ég hef fullkomin völd yfir lífi mínu frameftir kvöldi og veit ekkert hvernig ég á að haga mér. Finnst einsog ég þurfi að eiga playstation og pitsu, stilla græjurnar í botn og panta mér landa, en því miður á ég enga playstation og allir pitsustaðir eru lokaðir vegna dags þjáningarinar. Þannig að ég fékk mér bara brauðsneið og kveikti á sjónvarpinu hlýja sem er einmitt kveikjan að þessum pistli mínum.

Stílistinn hjá RUV hefur augljóslega verið með hita í kvöld, einstaklega klaufalegt þuluhornið var skreytt með einhverjum hvítum kertum í forgrunni rammans sem brunnu alveg út. Sérstaklega misheppnað.
Mér tókst samt að líta framhjá þessu, kynna mér dagskrá kvöldsins og reyndi svo að horfa á Ferðalag keysaramörgæsana.. mér finnst að það ætti að vera svona sértök viðvörun á svona myndum; þessi mynd er einstaklega væmin og ber keim af franskri tilfiningasemi á háu stigi. Úff hvað ég get ekki svona myndir..

Stöð 2 virðist halda dag þjáningarinar hátíðlegan með X-Factor úrslitakvöldinu. Sá þetta prógram fyrir viku síðan í fyrsta skipti, ég bara veit hreinlega ekki hvað ég á að segja, íslenski bolurinn hefur sokkið á nýtt level. Þarna eru samankomin einhver rétt undir meðallagi hæfileikarík krakkagrey sem syngja kareokí í rándýrri útsendingu sem er svo plögguð fram og tilbaka í öllum miðlum 365. Er farinn að hallast að því að Davíð hafi haft rétt fyrir sér með fjölmiðlafrumvarpið sitt. Til dæmis var fréttablaðinu dreift í gær með þykku aukablaði um x-factor, rétt einsog hér væri um stórviðburð í íslensku menningarlífi að ræða. Það er mín skoðun að blaðið smáni sjálft sig með svona plöggi á samstarfsmiðlum. Sérílagi þegar um prógram einsog þetta á í hlut. En það sem gerir mig svolítið sjóveikan er hvað fólk er ginkeypt fyrir þessu og í raun getur enginn útskýrt hversvegna. Svona prógrami er best lýst sem miklar umbúðir utan um ekki neitt. Korteri eftir að þessu lýkur er öllum sama um hver vann og krakkagreyið sem er búið að fá þær upplýsingar að það sé megastjarna frá hinum alvitra Einari Bárða skilur ekkert í því afhverju það þarf að fara að vinna í Hampiðjunni aftur, og afhverju það fékk bara 50.000 kall fyrir metnaðarfullu coverlagaplötuna, þessa þarna með be-gee´s laginu, sem seldist í 400 eintökum í verslunum skífunar-sem fullkomnar 365 hringinn auðvitað.
já.. þetta er auðvitað bara bisness, allt gott um það að segja, en mikið er þetta ömurlega leiðinlegur bisness!

Eins gott að ég keypti mér Beavis And Butthead vol.1 á dvd um daginn..

Veriði sæl!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segið svo ekki að Föstudagurinn langi sé eitthver bulldagur.. Hann dregur greinilega fram hinar dýpstu pælingar..

Björg F (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband