Klámfengið Silfur

Það er allt annað að sjá til Ingibjargar Sólrúnar þessa dagana. Sá hana í fréttum í gær þar sem hún var afslöppuð og yfirveguð og svo hjá Agli í hádeginu þar sem það sama var uppá teningnum.
Það er augljóst að "leikstjóri" Sollu hefur náð að draga úr reiði hennar, ég sé þetta alveg fyrir mér "Solla, minni reiði, meiri mamma! þú ert móðir þessa lands, landsmóðir, sleptu takinu af refsivendinum Solla.. Davíð er farinn, þú ert alfa og omega okkar.."
Annað sem ég tók eftir hjá Agli var það hversu ofsalega hliðhollur Samfó og Sollu Egill var.. þetta var nánast klámfengið, fékk svona nett á tilfininguna að þetta viðtal hafi verið æft.. Egill reyndi að ná fram vasaklúta mómenti þegar hann fór að tala um ósanngjarnt einelti á hendur henni.. frekar sjúskað móment. Augljóst að Egill er kominn útúr skápnum opinberlega með afstöðu sína til þessa kosninga,talaði stanslaust niður til umhverfisstefnu VG og íslandshreyfingarinar líkt og að umhverfismálin hefðu verið bóla sem nú er sprungin og nú ætlar hann sér að leggja lóð sín á vogaskálar baráttu samfylkingarinar. Það þykir mér synd því það er svo ljómandi gaman að horfa á þessa þætti oftast..

Veriði Sæl


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Egill rauðhærður, Samfylkingin rauð, Campari rautt. Eruð þið að tengja?

Nei kannski ekki Campari, en alveg örugglega Egill.......

Baldvin Jónsson, 15.4.2007 kl. 22:21

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Eins og sagt er á góðri íslensku: Simply stating the obvious...

Góður Gaukur, hilsen, Haukur. 

Haukur Nikulásson, 16.4.2007 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband