Silfur Egils

Horfði á hressilegar umræður í Silfrinu fyrr í dag. í uppgjöri vikunar sátu fulltrúar fjögurra stærstu flokkanna ásamt Agli, sem vildi meina að þessi kosningabarátta væri leiðinleg.. Ég get ekki tekið undir það. Mér finnast þetta gríðarlega spennandi kosningar. Að vissu leiti er það rétt að hún hefur svolítið snúist um skoðanakannanir sem birtast nokkrar á dag og sveiflast töluvert, en maður finnur samt sem áður fyrir gríðarlegum taugatitringi meðal frambjóðenda allra flokka. Hér á blogginu er hnakkrifist og oft heldur ómálefnalega, líkt og stuðningsmenn fótboltaliða gera svo gjarnan.

Það hefði nú verið mun heppilegra ef Egill hefði haft Jón Baldvin í þessum þætti frekar en fyrir viku í ljósi þessa spillingamáls sem upp er komið þar sem Jón er nú sérfróður um spillingu. Hann hefði getað rakið fyrir okkur mál einsog skinku-töskuna sem hann flutti inn á sínum tíma, brennívínsboðið hennar Bryndísar sem þjóðin borgaði auk þess sem hann hefði getað upplýst þjóðina um sitthvað nýtt sem hann hefur haft fyrir stafni, sem svo margir vita af en enginn þorir að nefna.

En aftur að þættinum. Valgerður háði tapaða baráttu með því að reyna að afmá spillingarfýluna af flokki sínum. Kannski er það rétt hjá Framsókn, að þjóðin sé heimsk, en svona heimsk er hún ekki. Í kjölfar þess að restin af viðmælendunum jánkuðu því að þetta mál þyrfti að ransaka ofaní kjölinn, nötraði Vala af bræði og náði sér aldrei á strik. Guðlaugur var ágætur en Ömmi hefur verið betri.

Sá sem mér fannst bera af í þættinum aftur á móti var Össur. Aldrei bjóst ég nú við því að segja þetta þar sem ég get nú varla talist til mikilla aðdáenda hans flokks, en hann naut sín afar vel í dag og raunar hefur það verið áberandi hvað Össur hefur verið að sækja í sig veðrið uppá síðkastið. Kannski er það vegna þess að Davíð er horfinn af leikvellinum? Davíð hafði einstakt tak á Össuri ásamt svo mörgum örðum og tókst honum ósjaldan að láta Össur líta út einsog kjána. Nú er hann aftur á móti farinn og það er einsog Össur sé allt annar maður. 

Annað sem mér fannst áberandi, var hve vel fór á með þeim Ögmundi og Össuri. Það vantaði bara að þeir blikkuðu hvorn annan og gæfu hvorum öðrum high five af og til. Þeir sjá þá vonarglætu að saman takist þeim að fella stjórnina, og til þess að svo megi verða, verði þeir að hætta að berjast sín á milli. En hvernig ætlar þeim að takast þetta á þeim 2. vikum sem eftir er af baráttunni?

Ef ég sæti í nefnd sem tæki þetta mál upp myndi ég leggja fram eftirfarandi;

Nú þarf að láta af eineltinu á hendur Framsókn. Þeir eru fullfærir um að leggja sjálfa sig í einelti með misheppnaðri kosningabaráttu, spillingarmálum og steinaldarstóiðjustefnu. Auk þess halda þeir stífum fókus, á öllum sínu klúðri, hér á internetinu og því er óþarfi halda þeim málum á lofti, þeir gera það sjálfir. Einsog ég sagði, framsókn leggja sjálfa sig í einelti og eru á góðri leið með að fá flokkinn niður fyrir fylgi frjálslyndra.  Nú þarf að vaða í risann ógurlega. Hann hefur setið til hliðar fullkomlega óáreittur. Þeir þurfa varla að auglýsa neitt, samt mælist flokkurinn á flestum stöðum í svipuðu fylgi og í síðustu kosningum?? Þrátt fyrir Írak!!?? Þrátt fyrir Kárahnjúka og allan þann hildarleik sem þar hefur átt sér stað!!?? Þrátt fyrir ójöfnuðinn sem sífellt vex og vex!!?? Er Árni Johnsen virkilega á leiðinni á þing aftur??

Þett yrðu mínar tillögur ef ég sæti í nefnd um hvernig fella ætti ríkisstjórnina. 

 

Ég hef sagt það áður og segi það aftur, ég er óflokksbundinn áhugamaður um pólitík Smile

 

Veriði sæl! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Ég er með....

Tómas Þóroddsson, 29.4.2007 kl. 23:52

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Sammála sammála og meira sammála.... erum við ekki annars búin að fá Davíð til að vera í hlutverki Davíðs í Davíð og Golíat stjórnmálaleiknum. Golíat gæti þá verið xD...

Birgitta Jónsdóttir, 30.4.2007 kl. 09:11

3 identicon

Það má ekki gleyma að risinn ógurlegi hélt Suðurnesjunum í blekkingarvef til fjölda ára hvað herinn varðar og þóttust koma að fjöllum er hann hvarf út í myrkrið. Ungir sjallar á Suðurnesjum stóðu t.d. veðurbarðir á horreiminni fyrir utan eitt hliðið við völlinn fyrir kosningarnar síðast til að vekja athygli á orðum Samfylkingarinnar um að herinn væri á förum. HERINN VERÐUR ÁFRAM EKKI KJÓSA XS eða XV -af því að Davíð segir það og fleira í þeim dúr. Þegar til kastana kom leit samfélagið hrikalega út við brottförina og var ekki tilbúið/undirbúið til að takast á við "missinn". Samfélagsleg ábyrgð var engin, efnahagsleg ábyrgð var engin og siðferðileg ábyrgð var engin. Það sorglega er að svo virðist sem kjósendur ætli að verðlauna flokkinn fyrir þennan gjörning, með Árna Matt fremstann í flokki! Maðurinn sem stjórnaði sjávarútvegsráðaneytinu til margra ára og ekki er hægt að segja að Suðurnesjamenn standi sterkir eftir hans veru í þeim stól! Berðu endilega á risanum, ég er til í sveifla Þormóðsarminnum svolítið líka.

Seinbi frændi (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband