11.5.2007 | 14:56
Vill Ómar R. Valdemarsson Meira??
Framsóknarmaðurinn Ómar R. Valdemarsson virðist ekki vera dauður úr öllum æðum. Þrátt fyrir að hafa verið snúinn ærlega niður af undirrituðum ásamt öðrum góðu fólki, sem var búið að fá nóg af málefnasnauðu einelti hans á saklausu fólki, heyrist tíst frá honum af og til og nú virðist sem Ómar sé sigri hrósandi yfir nýrri auglýsingu sinna manna í Framsókn.
Mér var send þessi auglýsing í gær í e-maili af eigenda auglýsingastofunnar sem hún var gerð á. Ég og sá maður erum ágætis vinir og höfum oft unnið saman. Ég hef ekki baun uppá þennan mann að klaga, topp maður þar á ferð.. Kauðinn í auglýsingunni á augljóslega að vera ég og verð ég nú bara að segja að ég er djúpt snortinn yfir þessari virðingu sem framsókn sýnir mér. Tveir menn hafa verið týndir til sem höfuðóvinir flokksins, annarsvegar Steingrímur J. og hins vegar ég.. Hvernig er ekki hægt að vera skælbrosandi yfir því?
En Ómar virðist taka þessu sem einhverskonar árás á mig, býst við að mér mér sárni hún voðalega og nú hlakkar í kauða. Hann biður fólk að senda sér e-mail ef það geti sagt honum hver viðkomandi einstaklingur í auglýsingunni á að vera. Já, e-mail vegna þess að net-löggan Ómar sá sér ekki fært að hafa komentakerfið sitt opið lengur.
Kannski Ómar fái mail frá öðru fólki sem ekki kann að svara fyrir sig vegna veiks málsstaðar og hefur einnig lokað fyrir koment á síðum sínum, kannski frá Birni Inga eða Sveini Hirti sem eru einsog Ómar sauðtryggir Framsóknarmenn. Annars veistu það Ómar minn að ef þér liggur eitthvað á hjarta, (ég veit að þú lest bloggið mitt) þá máttu komenta hérna í opna net-löggu-lausa kerfinu mínu einsog þér sýnist. Og meðan ég man, þessi kæra sem þú hótaðir mér og staðfestir í fréttablaðinu að væri á leið til mín, fer hún ekkert að koma?? Þú ferð nú varla að hafa þetta á ferilskránni þinni að hafa í innantómum hótunum við fólk??
Veriði sæl!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Sjónvarp, Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
Ómar er greinileg mjög hrifin að þér, ég var að skoða auglýsinguna á blogginu hans. þú er greinilega seinasta úræðið sem getur bjargað þeim á þessum frá því að þurrkast út.
Geir Harðarson, 11.5.2007 kl. 17:33
Góð hugmynd að hækka 90% lánin enn frekar já ...
Læra þessir gemlingar aldrei neitt?
Þarfagreinir, 11.5.2007 kl. 17:39
Ég mæli með því að þú látir Ómar í friði en tussist frekar í þessari Jenny ( http://jenfo.blog.is/blog/jenfo/) sem kallar mig alka og aumingja. Ég hef ekki nennu eða dug í að rífast í henni.
Hrólfur Guðmundsson, 12.5.2007 kl. 12:39
hehe..
Gaukur Úlfarsson, 12.5.2007 kl. 13:57
Það er ekki gott að eiga tvo auma málstaði að verja þannig að það er ekki skrítið þó maðurinn hafni því að fólk geti mokað yfir hann. Hann er í sömu sporum og Hannes Hólmsteinn þe. veður aurinn upp í háls. Annars hef ég verið eitthvað að pirra Framsókn með mínum skrifum en þeirra komment hafa verið svo aumkunarverð að ég hef ekki nennt mikið að svara
Ævar Rafn Kjartansson, 12.5.2007 kl. 14:31
Stóra spurningin?
Alki eða aumingi?
Már Högnason (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 19:30
Er ekki spurning um að allir þeir sem kæra sig um að fá kæru taki sig til og ausi skömmum fyrir þennan ómar, sjá svo hversu margar kærur villi vill getur copy/peistað.
Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.