Guðjón Þórðarson Er Snillingur!

Ég get ekki haldið í mér að rita hér örlítið um þennan dramatíska leik sem fram fór á Akranesi síðastliðinn miðvikudag. Hér hefur margt verið skrifað og óþarfi að endurtaka það en mér hefur fundist margt hafa orðið eftir í umræðunni.
Það má deila endalaust um hvort Bjarni hafi skotið viljandi á markið í þeim tilgangi að skora eða hvort þetta hafi verið óviljaverk. Spurning hvort að það sé tilviljun að þetta sé sá sami Bjarni og lét sig falla í vítateig Keflvíkinga í fyrri hálfleik og uppskar víti og mark útúr því. Ég held að einhverjir yrðu rotaðir í ensku deildinni fyrir svona framkomu og skil ég svosem ágætlega að þegar hingað var komið við sögu hafi soðið uppúr hjá Keflvíkingum enda miklir keppnismenn og óþolandi að láta svína svona á sér. Það var þó ekki með þeim hætti að einhver hafi hlotið skaða af, enda hefðu leikmenn verið reknir útaf fyrir slíkt.
Það sem mér finnst einna merkilegast við þetta alltsaman er það sem gerist svo eftir leikinn, þ.e. viðtölin við Bjarna og Guðjón í ýmsum fjölmiðlum. Guðjón Þórðarson er náttúrulega enginn aukvissi í að eiga við fjölmiðla og sýndi hann svakalega takta í þeirri listgrein í gær. Fyrst þegar hann sagði spurningu fréttamans RUV vera ranga, þvínæst breytti hann spurningunni (til sín) og svaraði henni. Þetta held ég að ég hafi aldrei séð gerast í viðtali áður. Þvílíkur gargandi snillingur þessi maður! í þessu sama viðtali þá segir Guðjón að Bjarni hafi verið pressaður af keflvíking þegar hann tók skotið og hafi þessvegna kingsað.. ef að upptakan er skoðuð sést að enginn er nálægt Bjarna sem hittir boltann ágætlega.. ég veit ekki hvort ég á að trúa upptökunni eða Guðjóni..? Það er allavegana ljóst að Guðjón trúir ekki upptökunni heldur sjálfum sér, enda mjög sannfærandi maður.
Seinna fara þeir Guðjón og sonur hans í kastljósið þar sem "dreifa athyglinni frá því sem gerðist" tækninni var beitt af miklum mætti. Best þótti mér þó þegar Guðjón tók andköf yfir ofbeldinu sem fólkinu hans var hótað af Keflvíkingum. Guðjón er náttúrulega þekktur friðarsinni og geta menn einsog Einar Kárason vitnað til um það, auk þess sem Guðjón er sérstakur heiðursgestur í Newcastle borg þar sem hann sýndi mjög minnisstæða og friðsamlega tilburði hér um árið þegar hann var þar staddur að "hjálpa" syni sínum, honum Bjarna.
Nú spyr ég,, afhverju er þessi maður ekki á alþingi? Svona snillingar finnast nú ekki á hverju horni..

Veriði sæl!


mbl.is Yfirlýsing frá Keflvíkingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hurru kæri rógberi

Bjarni lét sig ekki detta og fékk víti....það var leikmaður að nafni svadomovich ( eða eitthvað álíka ) sem datt í teignum....lét sig detta já en í frá dómaranum séð er hann felldur....bara benda á þetta

Matti (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband