Áríðandi Tilkynning Frá Lúkas!

Mikið hlýtur að vera gaman hjá æðri máttarvöldum þessa daga eftir að þau frumsýndu verkið skemmtilega um ógæfuhundinn Lúkas á litla sviðinu í norðurhafi. Æðri máttarvöld meiga líka vera hamingjusöm með árangurinn, því verkið vakti mikla athygli fyrir rammsúrealíska þjóðfélagsádeilu.
Annars setti ég mig í samband við hundamiðil sem sérhæfir sig í lifandi hundum sem taldir eru af og náðum við sambandi við döðluhundinn lúkas. Hann vildi koma eftirfarandi skilaboðum áleiðis til fyrrverandi eigenda sinna:
Kæra mannfólk! Ég kæri mig ekki um að fara til hundarakara! Ég kæri mig ekki heldur um að fara í ljós né vera með eyrnalokka, hálsmen eða annað asnalegt og ókarlmannlegt glingur. Ég kæri mig ekki um að vera í þessum asnalegu fötum sem þið klæðið mig í. Ég kæri mig ekki um að vera meðhöndlaður sem barbídúkka. Ég er hundur! Voff! Comprende? Og að lokum, þá kæri ég mig ekki um að vera kallaður Lúkas!
Vegna alls þessa, þá átti ég engra annara kosta völ en að strjúka og ég bið ykkur vinsamlegast að láta það eiga sig að vera að reyna að ná í mig.

ps; Notiði getnaðarvarnir!

Í alvörunni!

Veriði sæl!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband