9.4.2007 | 19:20
Samfylkingin í Afneitun
Merkilegt að lesa hérna í bloggheimum hvernig kosningahiti er að færast yfir þjóðina.
Það er bersýnilegt að þetta eiga eftir að verða afar spennandi kosningar.
Sjálfur er ég óflokksbundinn og get ekki beint sagt að neinn flokkur höfði meira en 60% til minna skoðanna. Engu að síður hef ég mjög gaman að því að fylgjast með gangi mála í þessum slag.
Sérstakt að fylgjast með þeirri stefnu Samfylkingarinnar að neita að horfast í augu við vandan sem steðjar að flokknum um þessar mundir. Þeim vanda að þjóðin er búin að fá nóg af stefnu Sollu og co sem breytist eftir því hvernig þjóðarpúlsinn slær og að fylgistap meðal kvenna sé yfirvofandi (sem er hlýtur að vera sárt fyrir Sollu þar sem flokkurinn hefur einmitt endurtekið biðlað til kvenna með smekklausum auglýsingum um að nú gefist loksins tækifæri á að fá konu í forsetisráðherrastól).
Sjálfstæðismenn eru kampakátir yfir þessari þróun mála og þreytast seint á því að benda á hversu klaufaleg kosningabarátta Samfylkingarinar hefur verið.
Vegna þessa eru margir innan raða Samfylkingarinar sem halda því fram að íhaldið sé með Sollu á heilanum, séu haldnir þráhyggju á slæmu stigi. Einnig vilja þeir meina að allt sé í himnalagi hjá þeim og að Sjálfstæðismenn séu einfaldlega skelfingu lostnir, nú sé Solla með boltann og að nú beri þeim sko að vara sig.
Ekki veit ég hvaða bolti það ætti að vera.. fær maður einhvern sérstakan bolta við það að taka 10% fall í skoðanakönnunum..? Þetta er alveg lömuð taktík og sýnir að Samfó eru orðin ráðþrota gangvart þessu einelti sem þau eru lent í.
Það er alveg ljóst að þegar Davíð var og hét fengu andæðingar hans hann á heilann. Það var honum og íhaldinu í hag að allir skyldu endalaust tala um Davíð. Þetta er gamalt og gott trix. En þetta er enganveginn uppá teningnum með ISG, þetta endalausa tal íhaldsins um ISG myndi frekar kallast að gleðjast yfir óförum annara.
Og á meðan Samfó á engin svör sparkar íhaldið í þau liggjandi.
Veriði Sæl!
6.4.2007 | 22:09
Hátt glymur í tómri tunnu
Ég er einn heima í kvold, Heklugos fór með mömmu sinni í heimsókn útí bæ, þannig að ég hef fullkomin völd yfir lífi mínu frameftir kvöldi og veit ekkert hvernig ég á að haga mér. Finnst einsog ég þurfi að eiga playstation og pitsu, stilla græjurnar í botn og panta mér landa, en því miður á ég enga playstation og allir pitsustaðir eru lokaðir vegna dags þjáningarinar. Þannig að ég fékk mér bara brauðsneið og kveikti á sjónvarpinu hlýja sem er einmitt kveikjan að þessum pistli mínum.
Stílistinn hjá RUV hefur augljóslega verið með hita í kvöld, einstaklega klaufalegt þuluhornið var skreytt með einhverjum hvítum kertum í forgrunni rammans sem brunnu alveg út. Sérstaklega misheppnað.
Mér tókst samt að líta framhjá þessu, kynna mér dagskrá kvöldsins og reyndi svo að horfa á Ferðalag keysaramörgæsana.. mér finnst að það ætti að vera svona sértök viðvörun á svona myndum; þessi mynd er einstaklega væmin og ber keim af franskri tilfiningasemi á háu stigi. Úff hvað ég get ekki svona myndir..
Stöð 2 virðist halda dag þjáningarinar hátíðlegan með X-Factor úrslitakvöldinu. Sá þetta prógram fyrir viku síðan í fyrsta skipti, ég bara veit hreinlega ekki hvað ég á að segja, íslenski bolurinn hefur sokkið á nýtt level. Þarna eru samankomin einhver rétt undir meðallagi hæfileikarík krakkagrey sem syngja kareokí í rándýrri útsendingu sem er svo plögguð fram og tilbaka í öllum miðlum 365. Er farinn að hallast að því að Davíð hafi haft rétt fyrir sér með fjölmiðlafrumvarpið sitt. Til dæmis var fréttablaðinu dreift í gær með þykku aukablaði um x-factor, rétt einsog hér væri um stórviðburð í íslensku menningarlífi að ræða. Það er mín skoðun að blaðið smáni sjálft sig með svona plöggi á samstarfsmiðlum. Sérílagi þegar um prógram einsog þetta á í hlut. En það sem gerir mig svolítið sjóveikan er hvað fólk er ginkeypt fyrir þessu og í raun getur enginn útskýrt hversvegna. Svona prógrami er best lýst sem miklar umbúðir utan um ekki neitt. Korteri eftir að þessu lýkur er öllum sama um hver vann og krakkagreyið sem er búið að fá þær upplýsingar að það sé megastjarna frá hinum alvitra Einari Bárða skilur ekkert í því afhverju það þarf að fara að vinna í Hampiðjunni aftur, og afhverju það fékk bara 50.000 kall fyrir metnaðarfullu coverlagaplötuna, þessa þarna með be-gee´s laginu, sem seldist í 400 eintökum í verslunum skífunar-sem fullkomnar 365 hringinn auðvitað.
já.. þetta er auðvitað bara bisness, allt gott um það að segja, en mikið er þetta ömurlega leiðinlegur bisness!
Eins gott að ég keypti mér Beavis And Butthead vol.1 á dvd um daginn..
Veriði sæl!
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2007 | 19:28
Ísland fyrir Íslendinga
Frábærlega fyndin greinin í fréttablaðinu í dag um hrakfarir frambjóðanda Frjálslynda flokksins, Viðars Helga Guðjohnsen. Viðar þessi hafði skrifað grein á netinu um hve beint megi rekja hópnauðganir, berkla og hnignum samfélagsins til fjölgun útlendinga á Íslandi. Þegar maður er reiður og hræddur að eðlisfari, þá er svo gott að geta kennt einhverju um, geta verið reiður útí þessa helvítis útlendinga sem alltaf eru að eyðileggja allt allstaðar fyrir manni og svo í ofanálag geta verið hræddur um hvert þetta stefni allt ef ekki verði gripið í taumana, þá verðum við hér hreinu íslendingarnir í minnihluta á okkar fósturjörð og fylgjumst með berklasmituðum börnum okkar hópnauðgað í hrönnum af skítugum útlendingum.
Nú þekki ég þig ekki Viðar né þína sögu og hef hér að ofan gefið mér leyfi til þess að ætla að þú sért bæði hræddur og reiður, sem er mjög slæm blanda.
Ef svo heppilega vill til að forsjónin hagi því þannig að einhver nákominn Viðari lesi þetta, hringið þá í hann og segið honum að ykkur þyki vænt um hann, kaupið jafnvel handa honum gjöf eða bjóðið honum í mat. Eyðum þessum ótta, það væri einfaldlega þjóðhagslega hagkvæmt.
Ég byrjaði þessa færslu á því að segja að frétt fréttablaðsins hefði verið fyndin. Það sem var fyndið við hana voru viðbrögð Formans samtaka kvenna af erlendum uppruna, Tatjönu Latinovic sem hafði lesið pistil Viðars og vill að svo stöddu fyrst og fremst bjóða honum aðstoð sína við stafsetningu.
Það er annsi gott feis!
Veriði sæl.
31.3.2007 | 14:44
Hafnarborgin Hafnarfjörður
Ég segi að stundum upphátt að ég væri alveg til í að búa í Hafnarfirði. Ákaflega snotur lítill bær. Allir þeir Hafnfirðingar sem ég hef kynnst eru líka ágætisfólk og flestir yfir meðallagi greindir.
Að því gefnu geri ég fastlega ráð fyrir því að þeim muni ekki reynast erfitt með að kjósa rétt í dag.
veriði sæl.
30.3.2007 | 13:56
COPS
Var að horfa á cops í gær í kastljósinu. Einhverjum suðurnesjagreyjum snúið niður og hassplötur gerðar upptækar. Afar spennandi sjónvarpsefni. Það er eitthvað við það að sjá fólk með buxurnar á hælunum í sjónvarpi sem er hreinlega ávanabindandi. Þetta er sama lögmálið og með DV þegar þeir voru uppá sitt besta, alment var fólki meinílla við vinnubrögð blaðsins, en gat ekki setið á sér við að kaupa sér eintak, því það verður eitthvað svo ávanabindandi við það að gæða sér á ógæfu náungans.
Ekki er langt síðan að það var nóg fyrir gægjuþörfina í okkur að fá að líta inn til fólks í þáttum einsog innlit útlit og tímaritum einsog hús og híbýli. Núna þurfum við meira, kíkjum heim til Dodda keðju með hasshund og rótum í óhreinatauinu hans.
Ég er með hugmynd að sjónvarpsþætti; eftir að búið er að sturta úr kryddhillunum hjá þessum ógæfupésum, fáum þá Arnar Gauta og Völu Matt til að koma inn og analísera íbúðina, fara yfir hvað mætti betur fara og svo tæki við sjónvarpsmarkaður þar sem okkur verða kynnt tilboð vikunar í húsasmiðjunni á gas-arni og valhnetuparketi.
veriði sæl.
Sjónvarp | Breytt 31.3.2007 kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2007 | 18:02
Hugsanir mínar fljóta nú á yfirborði alnetsins..
Fyrir alla til að sjá og skoða, mikið er þetta magnað!
Alveg er ég handviss um að nú sé stutt í að ég verði uppgötvaður.
Þetta eru fyrstu hugsanir mínar eftir að skráning mín hér var staðfest.
Veriði sæl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2007 | 17:51
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)