Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.5.2007 | 11:13
Uppljóstrun!
Ég var beðinn um að svara því, í spurningu við færsluna hér að neðan, hvaða flokk ég ætlaði að kjósa í komandi kosningum. Ég hef sagt það áður að ég er óflokksbundinn og að ekkert af flokkunum höfðar 100% til minna skoðana. Aftur á móti hef ég nú gert upp hug minn. Margir myndu kannski segja að ég hafi verið búinn að því fyrir löngu en svo er ekki. Eftir að hafa horft á fjörlegar umræður á Stöð 2 í gær fékk ég staðfestingu á því hverja ég ætla að kjósa.
Að mörgu leiti er valið ekkert sérlega fýsilegt. Frjálslyndir strokuðu sig út með innflytjenda-umræðunni, Samfylkingin með lýðskrumi í fjölda mála, Framsókn með stóriðjuofstæki, ömurlegri kosningabaráttu og ábyrgðarleysi í spillingarmálum og Íslandshreyfingin með ósannfærandi uppstillingu á listum sínum.
Þá eru eftir 2. flokkar. Sjálfstæðisflokkurinn og VG. Að mörgu leiti á ég mest sameiginlegt með stefnu margra innan Sjálfstæðisflokksins. Ég verð meiri og meiri frjálshyggjumaður með hverjum líðandi degi. En Sjálfstæðisflokkurinn er bara ekki mjög sannfærandi sem frjálshyggjuflokkur. Kannski hann hafi litast svona af samstarfi við Framsókn? Kannski togast þarna á ýmiskonar öfl og þar tapar hreinræktuð frjálshyggja oft fyrir íhaldssömum og rykföllnum hugmyndum? Eitt er víst, að frjálshyggjan ræður ekki þegar flokkurinn stendur í stórkostlegum atvinnu-töfralausnum á borð við Álver hér og þar um landið. Ekki hjálpar Sinnuleysið gagnvart því frábæra tækifæri að fá að taka þátt í risa tónleikahaldi sem 2 miljarðar manna yrðu vitni af og íslensk tónlist fengi notið góðs af. Hversvegna skyldu ráðandi öfl ekki hafa stokkuð um borð án þess að hika? Sjálfsagt vegna þess að náttúruverndarboðskapurinn var þeim ekki í hag. Ekki hjálpar til stuðningurinn við Írakstríðið. Ekki hjálpar til nýi skandallinn hans Björns Bjarnasonar. Þetta ásamt því að ég held að það sé einfaldlega nauðsynlegt og holt fyrir land og þjóð að breyta til, er ástæða þess að ég get ekki hugsað mér að kjósa íhaldið.
Í þætti Stöðvar 2. í gær voru leiðtogar flokkana beðnir um að segja hver yrðu fyrstu verk þeirra ef þeir kæmust til valda. Steingrímur J. sagði m.a. að taka Ísland af lista þeirra sem styðja blóðbaðið í Írak, biðjast formlega afsökunar og hefjast handa við aðstoð flóttamanna þaðan. Þessi maður fær atkvæði mitt. Maður sem ásamt fáliðuðum þingflokki hefur staðið umhverfisvaktina einn flokka, áður en það komst í tísku að vera grænn einsog allir flokkar virðast vera orðnir í dag. Ég er ekki alltaf sammála öllu sem hann segir, en þegar ég hef forgangsraðað hlutunum, þá er valið augljóst.
x-v
Veriði sæl!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.5.2007 | 16:52
Hvað Gerir Björn Ingi?
Ég er búinn að vera að slugsa í dag, hanga of mikið á netinu og fylgjast með kosninga umræðunum í stað þess að vinna. Það er betra að surfa í vinnunni en þegar maður er heima, því dóttur minni og konu finnast ég lítið skemmtilegur þegar ég hangi í tölvunni á kvöldin. Undanfarna daga hef ég náð að afkasta töluverðu en þá hef ég líka verið í blogg-bindindi. Þetta er aftur á móti blogg mitt nr. 2 i dag..
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig afkastamestu bloggararnir fara að því að blogga svona margar færslur á dag. Sumir þeirra eru kannski í engri vinnu? veikir heima? í mjög rólegri vinnu eða á amfetamín-sterum..?
Einn afkastamesti bloggarinn hérna á mbl situr í borgarstjórn. Frá honum koma margar færslur á dag. annað hvort er Bingi með mann í vinnu hjá sér við að blogga, mann í vinnu hjá sér við að vinna vinnuna sína eða á amfetamín-sterum.
Nema að það sé bara ekki rassgat að gera hjá Binga??
Hvað haldið þið?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.5.2007 | 13:31
Sovéskir Sjálfstæðismenn
Merkilegt að lesa pistla sjálfumglaðra Sjálfstæðismann þessa dagana. Var að lesa hér einn þar sem því er haldið fram að uppgangur sprotafyrirtækja sé Íhaldinu að þakka.
Nú vill þannig til að ég hef fylgst afar vel með uppgangi fyrirtækisins CCP. Ég vann fyrir þá verkefni fyrir 4 árum, rétt um það leitið þegar að EVE ONLINE var að koma á markað. Á þessum tíma rambaði fyrirtækið á barmi gjaldþrots. Enginn utan CCP hafði sérstaka trú á því að þetta yrði eitthvað merkilegt, fæstir skildu hvað CCP voru að gera og flestum var alveg sama. Reynt var að ná í salt í grautinn hjá hinum ýmsu sjóðum ríkisins á meðan komist væri yfir erfiðasta hjallann. Allt voru það árangurslausar tilraunir. Ríkið sá ekkert merkilegt við fyrirtæki sem var að framleiða tölvuleik. Þegar svo leikurinn fór á markað erlendis sveiflaðist krónan upp og niður, sem gerði fyrirtækinu óbærilegt að gera út héðan frá Íslandi. Það er ekki Íhaldinu að þakka að aðalbækistöðvar fyrirtækisins, sem skilaði á síðasta ári miljarði í hagnað, eru ennþá á íslandi.
Nánast sömu sögu má segja um Latabæ. Latibær hefur ekki fengið krónu í styrk frá Ríkinu. Það fyrirtæki hefur nú oftar en einu sinni verið á sama stað og CCP var. Menn höfðu jafnvel ennþá minni trú á að það gæti orðið eitthvað. Latibær lenti í sömu vandræðum með óstöðugleika krónunnar og CCP.
Þess vegna er óhætt að segja að þessum fyrirtækjum hefur tekist hið ómögulega, ÞRÁTT fyrir ríkisstjórn Íhaldsins! Ég fæ óbragð í munninn þegar Sjálfstæðismenn telja uppgang þessara fyrirtækja vera sér að þakka.
Ég á fyrirtæki sjálfur sem er í útrás. Hugmyndin er góð, hefur verið testuð hér við góðan árangur, efnið er einstakt og hefur hlotið góðan hljómgrunn hvar sem við höfum kynnt það. En í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur það verið gersamlega ógerlegt að fá svo mikið sem eina krónu frá ríkinu í styrk, sama í hvaða sjóð er leitað. Frumskógurinn er endalaus og reglurnar svo kassalaga að ekkert óvenjulegt hlýtur náð fyrir augum ríkisins. Reynt hefur verið að fá fund með menntamálaráðherra án árangurs. Tekið skal fram að ég vinn við sömu iðn og Hrafn Gunnlaugsson. Skyldi það hafa verið vesen fyrir hann að fá fund með Þorgerði Katrínu þegar hann bjó til hina tímalausu snilld Skýrslumálastofnun eða hvað það var sem hún hét?
Í pistlinum sem ég linkaði í hér að ofan segir "Sprotafyrirtækin hafa vaxið í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur trúað því að fólkinu sé best treystandi að efla atvinnulífið, en ekki stjórnmálaflokkunum."
Þetta er sérstakt komment komandi frá flokki sem stendur í stórkostlegum atvinnu-töfralausnum í formi virkjanna og álvera..
Staðreyndin er einfaldlega sú að Sjálfstæðismenn eru Sovéskari en gömlu Sovétríkin.
4.5.2007 | 19:35
Framsóknar-Kindur
Núna fer að verða mánuður síðan ég byrjaði að blogga fyrst. Þetta er búið að vera fjörlegt, er m.a. búinn að fá á mig kæruhótun, (er reyndar ennþá að bíða eftir sjálfri kærunni) fengið þann aðila til þess að hætta að skipta sér að stjórnmálaumræðunni (sem er vel) og fá þann aðila til þess að loka fyrir komentakerfið sitt. Nú hefur annar vitringur lokað fyrir komentakerfið sitt vegna spurninga sem ég baunaði á hann þar. Þessi ágæti maður sem er í framboði fyrir Framsóknarflokkinn, hefur ýtrekað haldið því fram að ég hafi verið með skæting og stæla við sig, sé ómálefnalegur og stundi rógburð. Reyndar hef ég aldrei gerst sekur um að vera með skæting við hann. Kannski stæla, en aldrei hef ég sokkið á hans level að uppnefna hann einsog hann gerir við mig.
Ekki svo að skilja að ég taki þessu nærri mér, þvert á móti. Mér þykir þetta bara svolítið spaugilegt þar sem þessi ágæti framsóknarmaður er hér að væna Steingrím J. um að hann svari ekki fyrirspurnum frá sér, hinum almenna borgara. Þetta er spaugilegt þar sem viðkomandi er í framboði sjálfur og hefur ekki svarað einni spurningu sem ég hef lagt fyrir hann, grípur heldur til þess sama ráðs og flokksfélagi hans, Björn Ingi gerði og lokar bara komentakerfinu. Þessi mikli snillingur bætir því reyndar við að Steingrímur hafi eftir þáttinn brjálast útí hann og sagt honum að snauta niðrá club kind. (reyndar hef ég heyrt það frá fólki sem varð vitni af þessu að framsóknarmaðurinn hafi hangið utaní Steingrími einsog geðsjúklingur en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það).
Spurningin sem þessi ágæti frambjóðandi Framspilltaflokksins bar fyrir Steingrím í þættinum var sérstök fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi var hún óskiljanleg, einsog svo margt annað sem þessi ágæti maður skrifar, í öðru lagi, voru heimildirnar kolrangar sem maðurinn hafði undir höndum. Hér fer maður í framboði til alþingiskosninga! Hverskonar hallæri er í gangi á þessum listum framsóknar?? Guð forði þjóðinni frá því að fólk sem getur ekki komið útúr sér heillri setningu án þess að bjaga hana þannig að hún skiljist ekki og fari síðan rangt með heimildir í þeirri sömu setningu, komist til valda!
Annars held ég einmitt að þetta lið sé mjög vel geymt þarna niðrá kind. Hvernig er öðruvísi hægt að lýsa þessu fólki sem skrifar hérna stöðugt á blogginu undir merkjum framsóknar að Jónína, spillingardrottningin sjálf sé blásaklaus og ofsótt af fjölmiðlum landsins. Þetta fólk einfaldlega neitar að horfast í augu við það að það gæti hugsast að einhver innan raða flokksins sé mannlegur. Þaðan sem ég kem, er þannig fólk kallað sauðir = kindur
Ekki vera kind, ekki kjósa framsókn!4.5.2007 | 11:49
Framsóknar-Spillingin Heldur Áfram!
Ég horfði á upptöku af íslandi í dag áðan og litlu mátti muna að ég kastaði upp múslíinu frá því í morgun. Langt er síðan ég hef séð annað eins tilfinningaklám matreitt ofan í fólk. Hverskonar fávitar halda Framsóknarmenn að þjóðin sé?
Súmerum aðeins málið upp;
1.Stúlka með lögheimili hjá ráðherra framsóknarflokksins fær óumdeilanlega algera sérmeðferð í veitingu á íslenskum ríkisborgararétti.
2. Kastljós flytur fréttina á eðlilegan hátt. Enginn úr alsherjarnefnd man neitt, Jónína svarar engum spurningum, sýnir valdahroka og talar um ofsóknir, en gefur í skyn að stúlkan hafi mátt þola einhverskonar mannréttindabrot í heimalandi sínu.
3. Kastljós er með skýrsluna undir höndum, þar finnst ekkert um mannréttindi, heldur einungis að það "kæmi sér ílla fyrir stelpuna að vera ekki með íslenskan ríkisborgararétt, mikil og leiðinleg pappírsvinna" auk þess sem þar kemur fram að hún hafi fengið ótrúlega flýtimeðferð í kerfinu.
4. Jónína Bjartmarz sendir frá sér yfirlýsingu þar sem hún hagræðir sannleikanum og styllir sér upp sem fórnarlambi.
5. Þórhallur Gunnarsson ritstjóri Kastljós, rekur yfirlýsinguna þvert ofaní Jónínu tilbaka.
6. Tengdadóttir Jónínu kemur í viðtal í Ísland í dag til Framsóknarmansins Steingríms Ólafssonar. Þar fullyrðir hún að Jónína hafi ekki beitt sér í málinu.
Já okey.. má þá ekki bara hætta að ræða málið? Ég meina, hún kemur þarna fram sjálf og segir að Jónína sé saklaus, þá er þetta náttúrulega bara afgreitt mál. Ehaggi?? Allir í gúddí fíling? Ha?
Hverskonar fréttamenska er þetta? Það er engin furða að áhorfið á ísland í dag sé álíka lítið og fylgi framsóknar þegar svona hroðbjóður fær að viðgangast þarna. Er enginn sem spyr neinna spurninga? Fyrverandi aðstoðamaður Haldórs Ásgrímssonar tekur viðtal við sæta litla stelpu og hrósar henni fyrir hvað hún sé nú dugleg að tala málið, hvað hún sé dugleg í skólanum og hvort henni finnist ekki íslendingar vera bara klikk að ofsækja tengdó svona??
Ég get ekki orða bundist lengur. Framsókn svarar ásökunum um spillingu með meiri spillingu! UGH..!! Þvílík siðblinda!
Ég get vel borið virðingu fyrir fólki sem kýs Sjálfstæðisflokkinn og á marga vini sem gera það, en ég segi það fullum fetum að þú þarft að vera ílla gefinn einfeldingur til þess að kjósa Framsókn; spillingu áfram ekkert stopp!
Veriði sæl!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.5.2007 | 01:22
Skammastu Þín Sigmar!
Horfði á kastljósið á netinu eftir að ég kom heim úr vinnu í kvöld. Geir Haarde var þar afar glæsilegur að vanda, fannst reyndar til háborinar skammar að sauðsvartur almúginn skyldi spyrja hann útí hvað hann hygðist gera varðandi hluti einsog bága stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði, fátækt eldri borgara og tannhirðu barna.. hverskonar ósvífni er þetta eiginlega? Kann fólk enga mannasiði? Ónáða þennan mikla þjóðhöfðingja okkar með svona ósvífni?? En Geir hristi þetta af sér með stakri prýði, lét ekkert uppi hvort einhverjar bætur yðru gerðar fyrir þá sem minnst hafa úr að moða.. hafiði það bara og skammist ykkar!
Annar maður sem má svo sannarlega skammast sín er Sigmar Guðmundsson!! Er nú ekki nóg komið Simmi? Ha? Er það þessi óþokki hann Helgi Seljan sem er að hafa þessi ömulegu áhrif á þig? Draga fram þessu óþæginlegu upplýsingar um hæstvirtan ráðherra í ríkisstjórn íslands? Hvað vakir eiginlega fyrir þér maður? Nú segjum við stopp!! Já.. ég veit vel að við höfum eytt miljónum í auglýsingarnar okkar sem segja "ekkert stopp" en nú bara verðum við að gera undantekningu, NÚ SEGJUM VIÐ STOPP!
Auk þess sem þetta mistókst alveg hjá þér þessi rógburður. Það kom skýrt fram að tengdadóttir Jónínu á eftir að vera að koma og fara héðan frá landi mikið á næstu árum, þar sem hún er á leið í nám erlendis. Ef hún fengi ekki ríkisborgarrarétt þyrfti stúlkan að standa í þvílíkri pappírsvinnu!! Svoleiðis nokkuð er ekki bjóðandi tengdadóttur ráðherra Framsóknarflokksins. Auk þess sem hún gæti ekki sótt um Námslán hjá LÍN væri hún ekki ríkisborgari hér.. Ég get nú bara ekki séð neitt athugavert við þetta..
Mér finnst með ólíkindum að fréttastofa RUV ásamt ritstjóra Kastljóss leyfi þessum gemlingum að vaða uppi með svona svívirðingar! Gera þeir sér ekki grein fyrir því hversu ílla þetta kemur út fyrir okkur? Hvernig væri nú að sýna smá tilitsemi svona rétt fyrir kosningar.. ??
Ég krefst þess að Sigmar, Helgi Seljan, Páll Magússon og Þórhallur Gunnarsson segi af sér tafarlaust og ráðin verði Siv Friðleifsdóttir í stað þeirra allra! Annað væri skandall!
Veriði sæl!
29.4.2007 | 19:32
Silfur Egils
Horfði á hressilegar umræður í Silfrinu fyrr í dag. í uppgjöri vikunar sátu fulltrúar fjögurra stærstu flokkanna ásamt Agli, sem vildi meina að þessi kosningabarátta væri leiðinleg.. Ég get ekki tekið undir það. Mér finnast þetta gríðarlega spennandi kosningar. Að vissu leiti er það rétt að hún hefur svolítið snúist um skoðanakannanir sem birtast nokkrar á dag og sveiflast töluvert, en maður finnur samt sem áður fyrir gríðarlegum taugatitringi meðal frambjóðenda allra flokka. Hér á blogginu er hnakkrifist og oft heldur ómálefnalega, líkt og stuðningsmenn fótboltaliða gera svo gjarnan.
Það hefði nú verið mun heppilegra ef Egill hefði haft Jón Baldvin í þessum þætti frekar en fyrir viku í ljósi þessa spillingamáls sem upp er komið þar sem Jón er nú sérfróður um spillingu. Hann hefði getað rakið fyrir okkur mál einsog skinku-töskuna sem hann flutti inn á sínum tíma, brennívínsboðið hennar Bryndísar sem þjóðin borgaði auk þess sem hann hefði getað upplýst þjóðina um sitthvað nýtt sem hann hefur haft fyrir stafni, sem svo margir vita af en enginn þorir að nefna.
En aftur að þættinum. Valgerður háði tapaða baráttu með því að reyna að afmá spillingarfýluna af flokki sínum. Kannski er það rétt hjá Framsókn, að þjóðin sé heimsk, en svona heimsk er hún ekki. Í kjölfar þess að restin af viðmælendunum jánkuðu því að þetta mál þyrfti að ransaka ofaní kjölinn, nötraði Vala af bræði og náði sér aldrei á strik. Guðlaugur var ágætur en Ömmi hefur verið betri.
Sá sem mér fannst bera af í þættinum aftur á móti var Össur. Aldrei bjóst ég nú við því að segja þetta þar sem ég get nú varla talist til mikilla aðdáenda hans flokks, en hann naut sín afar vel í dag og raunar hefur það verið áberandi hvað Össur hefur verið að sækja í sig veðrið uppá síðkastið. Kannski er það vegna þess að Davíð er horfinn af leikvellinum? Davíð hafði einstakt tak á Össuri ásamt svo mörgum örðum og tókst honum ósjaldan að láta Össur líta út einsog kjána. Nú er hann aftur á móti farinn og það er einsog Össur sé allt annar maður.
Annað sem mér fannst áberandi, var hve vel fór á með þeim Ögmundi og Össuri. Það vantaði bara að þeir blikkuðu hvorn annan og gæfu hvorum öðrum high five af og til. Þeir sjá þá vonarglætu að saman takist þeim að fella stjórnina, og til þess að svo megi verða, verði þeir að hætta að berjast sín á milli. En hvernig ætlar þeim að takast þetta á þeim 2. vikum sem eftir er af baráttunni?
Ef ég sæti í nefnd sem tæki þetta mál upp myndi ég leggja fram eftirfarandi;
Nú þarf að láta af eineltinu á hendur Framsókn. Þeir eru fullfærir um að leggja sjálfa sig í einelti með misheppnaðri kosningabaráttu, spillingarmálum og steinaldarstóiðjustefnu. Auk þess halda þeir stífum fókus, á öllum sínu klúðri, hér á internetinu og því er óþarfi halda þeim málum á lofti, þeir gera það sjálfir. Einsog ég sagði, framsókn leggja sjálfa sig í einelti og eru á góðri leið með að fá flokkinn niður fyrir fylgi frjálslyndra. Nú þarf að vaða í risann ógurlega. Hann hefur setið til hliðar fullkomlega óáreittur. Þeir þurfa varla að auglýsa neitt, samt mælist flokkurinn á flestum stöðum í svipuðu fylgi og í síðustu kosningum?? Þrátt fyrir Írak!!?? Þrátt fyrir Kárahnjúka og allan þann hildarleik sem þar hefur átt sér stað!!?? Þrátt fyrir ójöfnuðinn sem sífellt vex og vex!!?? Er Árni Johnsen virkilega á leiðinni á þing aftur??
Þett yrðu mínar tillögur ef ég sæti í nefnd um hvernig fella ætti ríkisstjórnina.
Ég hef sagt það áður og segi það aftur, ég er óflokksbundinn áhugamaður um pólitík
Veriði sæl!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.4.2007 | 23:53
Helgi Seljan
Það er nú svolítið einsog sparka í liggjandi hund að ætla að halda áfram að níðast á framsókn. Þeir virðast vera fullfærir um að grafa sína gröf sjálfir. Þeim er algjörlega ófært að tjá sig í fjölmiðlum, á netinu, eða í auglýsingum án þess að það verði að aðhlátursefni þessa daga.
Það virðist vera sem að um það hafi verið tekin ákvörðun hjá framsókn, eftir að Helgi Seljan sinnti skyldu sinni sem fréttamaður og flutti þjóðinni þær fréttir að tengdadóttir Jónínu Bjartmarz hefði hlotið sérmeðferð í kerfinu við umsókn sína um ríkisborgararétt hér á landi, að láta sem Helgi Seljan sé sökudólgurinn.
Þetta er sjúklega siðlaust..
Í stað þess að ganga frá málinu í reisn, láta Jónínu segja af sér, viðurkenna mistökin hvort sem þau voru viljandi gerð eða ekki og reyna að fá vekja samúð þjóðarinar, þá fer flokkurinn þá leið að gera Helga Seljan tortryggilegan í þessu máli..? Helgi Seljan er sem sagt nýji vondi kallinn. Ég ætla að segja þetta aftur;
ÞETTA ER SJÚKLEGA SIÐLAUST!
Nú er bara spurning um hvort Framsókn fari ekki í að gera nýjar teiknimynda-auglýsingar, skifti út VG og vonda rauða kallinum honum Steingrími J. og setji inn Helga í staðinn??
Veriði sæl
27.4.2007 | 01:47
Framsóknarkonur Með Tupperware Kynningu
Mikið hefði ég vilja vera kona í kvöld, bara í smástund, bara rétt svo til þess að kíkja á Konukvöld Framsóknar sem auglýst var í fréttablaðinu í dag. Óhætt er að segja að Konurnar í Framsókn séu í stórsókn þessa dagana, hver á fætur annari minna þær á sig í fjölmiðlum. Kannski er þetta eitthva pr-stunt hjá flokknum, til að auglýsa konukvöldið, að koma konum sínum í fréttir beggja stöðva?
Það hefur verið á brattan að sækja hjá flokknum hvað varðar fylgi meðal kvenna og nú á að snúa vörn í sókn! Jónína Bjartmarz, sem hiklaust er hægt að kalla aðalnúmer fréttatíma kvöldsins átti að vera gestgjafi kvennakvölds Framsóknar í kvöld. Það hefur sjálfsagt verið pakkfullt þarna hjá þeim eftir þessa fínu kynningu í fréttunum. Flott flott, en hvað var svo í boði fyrir konurnar??
Maður gæti látið sér detta í hug að Framsóknarkonur myndu ræða um hvað þær séu búnar að bæta hag kvenna mikið þessi 12 ár sem þær hafa setið að kjötköttlunum, næst tæki við alment spjall um stöðu kvenna á vinnumarkaði, því næst hvað Framsóknarkonur ætli að gera komist þær til áframhaldandi valda.
Nei, ekki alveg. Dagskráin var eftirfarandi;
Létt tónlist og veitingar
Snyrtivörur-kynning og förðun!
Fatnaður fylgihlutir og skartgripir!
Happadrætti - glæsilegir vinningar!
..og syngjandi leynigestur!
Þetta hefur semsagt ekki verið stjórnmálalafundur, heldur sauma/kjaftaklúbbur Framsóknar. Ekki efast ég um að nóg hafi verið til að skrafa um þar.
Það er samt hægt að segja Framsókn til málsbóta að þeir eru vissulega samkvæmir sjálfum sér hvað varðar kosningaherferð sína. Línan er að tala niður til kjósenda líkt og þeir séu fávitar.
Þetta kallar maður að toppa á réttum tíma!
Veriði sæl!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.4.2007 | 00:13
Botnveiðar Framsóknar
Það er greinilegt að frjálslyndi flokkurinn hefur náð að opna nýja vídd í kosningabaráttunni. Með því að höfða til lægstu hvata manneskjunar, hræðslu við hið óþekkta (útlendinga) reyna frjálslynir að veiða atkvæði hjá ílla upplýstu og ílla innrættu fólki. Um þetta hef ég verið að ræða í fyrri pistlum mínum og ætla ekkert að fara að endurtaka þær ræður, þetta eru örvæntingarfullar aðgerðir flokks í útrýmingarhættu. Nú er annar flokkur farinn að sækja í hugmyndaver Frjálslyndra um óvenjulegar atkvæðaveiðar, Framsóknarflokkurinn.
Mér var bent á síðu sem Framsókn heldur úti og augljóslega á að höfða til ákveðins hóp kjósenda; Fæðingarhálfvita.. kind.is er síða sem er merkt Sambandi Ungra Framsóknarmanna og er stæling á síðunni b2.is og er full af allskonar tenglum á sniðuga hluti á netinu einsog krúttlega hamstra og fólki að detta á bossann. Nema hvað, í svona þriðja til fjórða hverjum tengli má finna tengla einsog "VG á móti - kemur á óvart!" svo 2. linkum neðar "Líka á móti Leifsstöð!" osfv..
Á síðunni má líka finna beinar auglýsingar Framsóknarflokksins sem höfða eiga sérstaklega til þessa hóps. Eftir að hafa horft á nokkrar þeirra komst ég að þessari niðurstöðu að hér sé Framsókn að fiska á ný mið, mið fæðingarhálfvita. Þær eru afar einfaldar, enginn þungur texti, Skýrmælt kona talar til áhorfenda "Hey krakkar, pössum okkur á rauða kallinum (sem er, viti menn, undarlega líkur Steingrími J.) Kjósum Græna kallinn, hann er svo góóóður, Rauði kallinn vill bara banna allt en græni kallinn ætlar að leyfa þér að gera allt sem þig langar, veii.." Ugh.. Afar vondur leikur hjá flokknum. Að koma fram við kjósendur einsog þeir séu mjög mikið ílla gefnir gefur ekki af sér góðan þokka.
Framsókn er vissulega í sömu stöðu og Frjálslyndir hvað það varðar að flokkurinn er á barmi útrýmingar. Þegar sú staða blasir við taka við örvæntingarfullar tilraunir til atkvæðaveiða, Framsókn hefur tekið örvæntingar-forystuna.
Ég ætla að spá því að þetta eigi eftir að koma í bakið á þeim, allir fæðingarhálvitarnir sem þeir hafa hrætt til að fara á kjörstað til að kjósa græna kallinn eiga eftir að kjosa Græna flokkinn.
Þá er bara ein spurning eftir ósvöruð ; Hver borgar þessa geðveiki?? Getur einhver svarað mér hvernig næstminnsti flokkur landsins hefur efni á því að auglýsa dag eftir dag í öllum auglýsingatímum allra fjölmiðla landsins? Hver er að borga þetta??
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)