Færsluflokkur: Bloggar

Góðar fréttir af landsfundi Samfylkingarinar

Merkilegt að heyra í hvaða tól samfylkingargreyin eru farin að grípa í. Nú þegar flokkurinn er farinn að stefna í ör-fylgi, eftir að þjóðinni varð ljóst hverslags populismi er stundaður þar á bæ, hafa þau brugðið á það ráð að hella sér útí þann hræsluáróður um að VG muni hrekja héðan burtu banka og að ómögulegt sé að starfa með þeim þar sem þeir geri ekkert nema að væla um hvað það sé erfitt að búa á íslandi. Sá sami og lét þetta útúr sér á landsfundi þeirra krata sagðist ekki sjá fyrir að hægt væri að vinna með VG vegna þessa og ennfremur að þeir ætluðu sér ekkki að vera neitt varadekk undir bíl íhaldsins líkt og framsókn hefur stundað undanfarin misseri.
Ég er nú farinn að hallast að því að maður þurfi að vera yfir meðallagi ílla gefinn til þess að meiga vera í framboði hjá Samfó. Þarna talar þessi ágæti piltur, Árni Páll, um að Samfylkingin, sem mælist nú í kringum 20% í könnunum ætli sér í samstarf með hvorugum af tvemur stærstu flokkunum..?? Sumsé, Samfylkingin ætlar að vera áfram í stjórnarandstöðu næstu 4 ár.
Það eru mjög góðar fréttir!

Eru feministar athyglissjúkir?

Las í fréttablaðinu í dag að feministar væru að íhuga mál á hendur vífilfelli vegna kók zero auglýsinga þeirra. það hlýtur að vera hrikalega þreytandi að vera sífellt með þessi kynjagleraugu á lofti. endalaust rýnt í allt og ekkert, hvort sem það eru gos-auglýsingar eða bílslys.. "mér finnst nú töluvert hallað á rétt kvenna i þessu slysi, hér sjáum við hvernig karlmaðurinn hefur troðið sér ofaná kvennmannin og lætur sig blæða yfir hana alla..!" Maður hélt að femenistar væru í smá pásu eftir smáralindar-hneykslið, en nú virðast þeir hafa fengið vind í seglin. Kók Zero!

Ég hef lengi haldið því fram að feministar séu öflugasta auglýsingastofa landsins þegar þær taka sig til. Margir hafa kveikt á því og reynt að stuða þá til þess að fá ókeypis féttafluttning um vörur sínar eða uppákomur. Nú eru margir skeleggir feministar ágætis vinir mínir og er sjálfur á jaðri þess að geta talist til þeirra sjálfur. Þeir vinir mínir eru upp til hópa afar vel gefið fólk sem meinar og vill vel, þessvegna er mér fyrirmunað að skilja afhverju þeir falla aftur og aftur fyrir þessu bragði. 

Vífilfell of auglýsingastofa þeirra, Vatikanið hljóta að vera hæstánægðir með árangur sinn. Með því að fá feminista til að mótmæla vöru þeirra opinberlega skrúfast varan betur inná markhóp þeirra, sem eru gaurar, ungir sem aldnir sem eru hreint ekki hliðhollir smáralindarstefnu feminista. Þvert á móti, þá fer þetta kvabb í taugarnar á þeim og þá verður það verður statement að drekka kók zero. 

Að því gefnu að feministar séu ágætlega vel gefið og meinandi fólk áætla ég að annað hvort séu þeir "inn on it" þ.e. fái borgað fyrir þessa markaðssetningu sína, eða séu bara einfaldlega sjúklega athyglissjúkur hópur fólks, sem lifir eftir þeirri reglu að "all press is good press" þ.e. að svo lengi sem þau fái reglulega umfjöllun í fjölmiðlum, að þá skipti það engu hversu asnalega þau líti út eða kjánalegur málstaður þeirra kunni að hljóma. 

 

Veriði sæl! 


COPS

Var að horfa á cops í gær í kastljósinu. Einhverjum suðurnesjagreyjum snúið niður og hassplötur gerðar upptækar. Afar spennandi sjónvarpsefni. Það er eitthvað við það að sjá fólk með buxurnar á hælunum í sjónvarpi sem er hreinlega ávanabindandi. Þetta er sama lögmálið og með DV þegar þeir voru uppá sitt besta, alment var fólki meinílla við vinnubrögð blaðsins, en gat ekki setið á sér við að kaupa sér eintak, því það verður eitthvað svo ávanabindandi við það að gæða sér á ógæfu náungans.

 

Ekki er langt síðan að það var nóg fyrir gægjuþörfina í okkur að fá að líta inn til fólks í þáttum einsog innlit útlit og tímaritum einsog hús og híbýli. Núna þurfum við meira, kíkjum heim til Dodda keðju með hasshund og rótum í óhreinatauinu hans.

 

Ég er með hugmynd að sjónvarpsþætti; eftir að búið er að sturta úr kryddhillunum hjá þessum ógæfupésum, fáum þá Arnar Gauta og Völu Matt til að koma inn og analísera íbúðina, fara yfir hvað mætti betur fara og svo tæki við sjónvarpsmarkaður þar sem okkur verða kynnt tilboð vikunar í húsasmiðjunni á gas-arni og valhnetuparketi.

 

veriði sæl. 


Hugsanir mínar fljóta nú á yfirborði alnetsins..

Fyrir alla til að sjá og skoða, mikið er þetta magnað!

Alveg er ég handviss um að nú sé stutt í að ég verði uppgötvaður.

 

Þetta eru fyrstu hugsanir mínar eftir að skráning mín hér var staðfest.

 

Veriði sæl. 


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband