Sigurflokkarnir

Skrýtin þessi úrslit í gær. Stjórnin hangir á nokkrum atkvæðum en samt sendir þjóðin frá sér sterk skilaboð. Fyrstu skilaboðin sem hægt er að lesa úr úrslitunum eru þau að fólk er ekki fífl.
Þjóðin hafnaði Jónínu og Jóni. þjóðin hafnaði spillingunni, ómálefnalegri kosningaherferð og stóriðjuofstækinu. Þjóðin hafnaði Framsókn. Auðvitað á Jón það ekki skilið að sér sé kennt um það, hann tók við besínlausum skrjóð sem hann gerði sitt besta til þess að lappa uppá en flokkurinn misreiknaði sig í mörgum veigamiklum málum. Þar held ég að áform um meiri stóriðju vegi þyngst ásamt íllkvitnislegri kosningaherferð sem betur á heima á gosdrykkjamarkaðinum en í pólitík.
Þjóðin kaus meiri áherslu á umhverfismál með því að hafna Framsókn og kjósa í staðinn VG sem ásamt Sjálfstæðismönnum eru sigurvegarar kosninganna. Ég held að það hljóti að kitla Geir, sem er nú með öll tromp á hendi, að freista þess að bjóða Villta Vinstrinu uppí með sér og mynda stjórn sigurvegaranna.
Margir spjátrungar sem keypt hafa þá grýlu að VG séu gamaldags flokkur fussa nú sjálfsagt og svei-a, en staðreyndin er sú að skynsamir menn innan Sjálfstæðisflokksins sem vita að sú grýla er einungis uppspuni hugnast mun meira að vinna með VG en S.
Þó svo að D-S stjórn væri fylgislega öflugasta stjórnin skilst mér að stjórnir sem byggja á þetta miklum yfirburðum séu aldrei heillavænlegar. Þegar yfirburðir stjórnarflokkanna eru svo miklir fer fólk að spila sóló og innan raða Samfylkingarinar má sjá marga kandídata í slíkt. Einnig er ekki hægt að horfa framhjá því að Samfylkingin tapaði töluverðu fylgi frá síðustu kosningum og má draga þá ályktun að það stafi af veikri stöðu flokksins í umhverfismálum.
Íslendingar vilja bersýnilega leggja meiri áherslu á umhverfismál og Sjálfstæðismenn eru alveg til í að halda erninum grænum um sinn. Önnur mál milli D og VG ættu að vera auðleysanleg ef vilji er fyrir hendi. Þetta gæti orðið spennandi stjórn með töluvert nútímalegra fas en sú sem frá er að fara.
Annars er ekkert gefið í þessum málum og nú fara í hönd spennandi tímar þar sem mikið verður plottað og planað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband