Framsóknarkonur Með Tupperware Kynningu

Mikið hefði ég vilja vera kona í kvöld, bara í smástund, bara rétt svo til þess að kíkja á Konukvöld Framsóknar sem auglýst var í fréttablaðinu í dag. Óhætt er að segja að Konurnar í Framsókn séu í stórsókn þessa dagana, hver á fætur annari minna þær á sig í fjölmiðlum. Kannski er þetta eitthva pr-stunt hjá flokknum, til að auglýsa konukvöldið, að koma konum sínum í fréttir beggja stöðva?

Það hefur verið á brattan að sækja hjá flokknum hvað varðar fylgi meðal kvenna og nú á að snúa vörn í sókn! Jónína Bjartmarz, sem hiklaust er hægt að kalla aðalnúmer fréttatíma kvöldsins átti að vera gestgjafi kvennakvölds Framsóknar í kvöld. Það hefur sjálfsagt verið pakkfullt þarna hjá þeim eftir þessa fínu kynningu í fréttunum. Flott flott, en hvað var svo í boði fyrir konurnar??

Maður gæti látið sér detta í hug að Framsóknarkonur myndu ræða um hvað þær séu búnar að bæta hag kvenna mikið þessi 12 ár sem þær hafa setið að kjötköttlunum, næst tæki við alment spjall um stöðu kvenna á vinnumarkaði, því næst hvað Framsóknarkonur ætli að gera komist þær til áframhaldandi valda.

Nei, ekki alveg. Dagskráin var eftirfarandi;

Létt tónlist og veitingar
Snyrtivörur-kynning og förðun!
Fatnaður fylgihlutir og skartgripir!
Happadrætti - glæsilegir vinningar!
..og syngjandi leynigestur!

Þetta hefur semsagt ekki verið stjórnmálalafundur, heldur sauma/kjaftaklúbbur Framsóknar. Ekki efast ég um að nóg hafi verið til að skrafa um þar.

Það er samt hægt að segja Framsókn til málsbóta að þeir eru vissulega samkvæmir sjálfum sér hvað varðar kosningaherferð sína. Línan er að tala niður til kjósenda líkt og þeir séu fávitar.

Þetta kallar maður að toppa á réttum tíma!

Veriði sæl!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það satt að vinur þinn Ómar R. sé með böggum hildar eftir viðureign ykkar. Ég sé ekki betur en að hann hafi lokað á athugasemdakerfið á bloggsíðu sinni eftir viðskipti ykkar. Þú hlýtur að vera miður þín!

kolbeinn (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 10:25

2 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Heyrðu karl. Ert það þú sem átt heiðurinn að fá Ágústu Evu til mín í brjálæðiskasti? Það sýnir sig þá hér hver er hugmyndasmiður í ögalegum áróðri. Ertu nokkuð í vinnu hjá VG?

Hvað varðar afbökun þína á kvennakvöldi Framsóknar þá held ég að það sé erfitt fyrir svona gemling eins og þig að skilja það sem er í gangi hjá konum í Framsókn. En ég get sagt þér það. Kraftur, festa, eljusemi, og samheldni.

Farðu svo að skrifa málefnalega. Eða ertu að nota Silvíu Nætur takta hér á blogginu? Sorry en það virkar ekki lengur! Þið ,,drápuð" Silvíu.

Sveinn Hjörtur , 27.4.2007 kl. 20:57

3 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Bíddu bíddu Sveinn.. Getur þú bennt mér á eitthvað ómálefnalegt sem ég hef skrifað?? Var einhverju logið í þessum skrifum? Held að orð einsog "Málefnalegt" sé orð sem þú hefur tamið þér án þess að vita alveg hvað það þýðir.. sýndu mér nú hvar ég hef verið ómálefnalegur og ég skal taka það til athugunar.. hvernig "afbakaði" kvennakvöldið?? ég einfaldlega rakti dagsrá þessa kvölds.. á mínum bæ er það aftur á móti ómálefnalegt að kalla fólk gemlinga einsog þú kallar mig hérna.. það fær ekkert á mig að vera kallaður það, langaði bara að sýna þér hvaða skilning ég legg á orðið "Málefnalegur"

Annars get ég játað því að það var mín hugmynd að fara heim til þín með Silvíu Nótt.. ;) Vona að sú heimsókn hafi ekki fengið of mikið á þig.

En okkur hefur samt ekki tekist að drepa hana ef marka má sölutölur moggans.. Þar trónir hún á toppnum aðra vikuna í röð.. þér verður ekki af þeirri ósk þinni alveg strax.

Gaukur Úlfarsson, 27.4.2007 kl. 21:38

4 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Ég skil ekki svona gemlinga eins og þig Gaukur. En verst er hvað þú skemmir fyrir Ágústu Evu, já frænku minni.

Vona að þú hafir myndað heimsóknina til mín!

Sveinn Hjörtur , 30.4.2007 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband