Helgi Seljan

Það er nú svolítið einsog sparka í liggjandi hund að ætla að halda áfram að níðast á framsókn. Þeir virðast vera fullfærir um að grafa sína gröf sjálfir. Þeim er algjörlega ófært að tjá sig í fjölmiðlum, á netinu, eða í auglýsingum án þess að það verði að aðhlátursefni þessa daga.
Það virðist vera sem að um það hafi verið tekin ákvörðun hjá framsókn, eftir að Helgi Seljan sinnti skyldu sinni sem fréttamaður og flutti þjóðinni þær fréttir að tengdadóttir Jónínu Bjartmarz hefði hlotið sérmeðferð í kerfinu við umsókn sína um ríkisborgararétt hér á landi, að láta sem Helgi Seljan sé sökudólgurinn.
Þetta er sjúklega siðlaust..

Í stað þess að ganga frá málinu í reisn, láta Jónínu segja af sér, viðurkenna mistökin hvort sem þau voru viljandi gerð eða ekki og reyna að fá vekja samúð þjóðarinar, þá fer flokkurinn þá leið að gera Helga Seljan tortryggilegan í þessu máli..? Helgi Seljan er sem sagt nýji vondi kallinn. Ég ætla að segja þetta aftur;
ÞETTA ER SJÚKLEGA SIÐLAUST!

Nú er bara spurning um hvort Framsókn fari ekki í að gera nýjar teiknimynda-auglýsingar, skifti út VG og vonda rauða kallinum honum Steingrími J. og setji inn Helga í staðinn??

Veriði sæl


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Í hverju felst sérmeðferðin sem tilvonandi tengadóttir Jónínu Bjartmarz hefur fengið? Þú verður að rökstyðja það með það í huga hvað fram hefur komið í fjölmiðlum. Ef þú hefur engin rök, er rétt að þú áttir þig á því að þú ert þar með rógberi.

Gestur Guðjónsson, 27.4.2007 kl. 23:58

2 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Haha.. rógberi! Gestur, ég þekki persónulega fullt af fólki sem reynt hefur árum saman að fá ríkisborgararétt hér. Meðal þeirra er fólk sem er er gift íslendingum og á börn sem eru hér ríkisborgarar, auk þess sem það hefur búið hér árum saman. Hvernig helduru að þessu fólki líði sem hefiur verið synjað um þetta árum saman líði þegar þessi stelpa sem af einskærri tilviljun býr heima hjá ráðherra í ríkisstjórn Íslands fær undanþágu frá þeim ströngu reglum sem gilda yfir þetta?

Ef ég síðan segði að Jónína hefði ætlað að koma stelpunni inní lánakerfi LÍN, þá væri hægt að kalla mig rógbera ;)

Gaukur Úlfarsson, 28.4.2007 kl. 00:09

3 identicon

Já ég verð að taka undir með Gesti. Gaukur þú ert ekkert nema rógberi. Vissulega var þetta grunsamlegt þegar Seljan fór af stað með þetta í Kastljósi, án þess að kynna sér efnið til hlýtar. Ennfremur er þetta hafið yfir allan vafa eftir samtal við Bjarna Ben og Guðrúnu. Farðu nú skrifa eitthvað að viti.

Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 13:59

4 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

He he.. geltið þið bara útí loftið einsog ykkur sýnist. Lína ykkar í þessu máli er ykkur sjálfum til skammar, Jónína hefði fengið fulla samúð mína ef hún hefði komið hreint og beint fram og sagt af sér, hvort sem um óheppilega tilviljun var að ræða eða ekki en flokkurinn kýs að slá um hana skjaldborg og reyna að beina athyglinni að Helga Seljan sem er einungis að vinna sína vinnu. Mig langar líka að benda ykkur á það að Helgi Seljan mætti ekki flytja fréttir af hlutum útí loftið í þætti einsog Kastljósi. Hann á sér yfirmann og sá yfirmaður á sér annan yfirmann. Reglurnar sem þessi stofnun fer eftir eru afar strangar. Helgi fengi aldrei að fara með svona frétt í loftið án þess að vera búinn að kynna sér það afar vel. Skora ég nú á ykkur framsóknarmenn að finna til fréttaflutning frá Kastljósi  frá því að þessi ritstjórn hefur setið þar,  þar sem rangt hefur verið farið með staðreyndir í viðkvæmum málum.

Þetta er farið að minna mig töluvert á mál Guðmundar í Byrginu. Þegar Kompás flutti fréttir af því máli, stóð stór hluti þjóðarinar upp og reyndi að verja Guðmund. Málflutningur þeirra sem í því stóðu var einmitt sá að Kompás væri bara í æsifréttaleik og að fréttamaður Kompás væri í raun vondi kallinn en ekki Guðmundur.

Að lokum þætti mér vænt um að fá útskýringu á því að hvaða leiti ég geti talist rógberi? Ef sú skýring fæst ekki verð ég að vísa þeim ummælum aftur til ykkar Sveins og Gests. 

Gaukur Úlfarsson, 28.4.2007 kl. 14:49

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Mér finnst þetta ótrúlegt útspil Framsóknarmanna hér á blogginu að ætla að telja einhverjum trú um það að Jónína, sitjandi ráðherra sem þekkir afar vel persónulega alla nefndarmenn, hafi ekki haft nein "áhrif" á ákvörðunina.  Hvers lags bull er þetta??

Við erum öll bara fólk, og fólk sem þekkir fólk vel hættir til að gera eða vera frekar aðeins hliðholl sínu fólki.  Þannig virkar það bara.

Það er bara svo leiðinlegt þegar það kemur fram í opinberum störfum og að sjálfsögðu mega og eiga allir hinir sem berjast fyrir sama rétti árum saman að öskra núna: "óréttlæti, óréttlæti!!!"

Á sama máta má reikna með því að fólkið hennar Jónínu stigi fram og reyni af veikum mætti að verja þessa gjörð.  En hver trúi þeim??

Jónína stefnir nú með sitt fylgi ekki í það að þurfa að segja af sér svo sem, skoðanakannanir benda til þess að hún þurfi hvort eð er að finna sér nýja vinnu eftir kosningar, sem og stór hluti þingmanna Framsóknar

Baldvin Jónsson, 28.4.2007 kl. 15:32

6 identicon

Já Gaukur þú ert ekki eingöngu slefberi heldur ertu einnig orðinn að rógbera. Bölvaður djöfulsins einfeldningur ertu nú að taka þetta perspektíf í málinu - en svosem ekki við öðru að búast þegar menn eru búnir að helskemma sig á rokkmússík og farsímanotkun. Það er klárt að Kjaftaskur Seljan hljóp á sig við gerð þessarrar fréttar og bullaði í eyðurnar til þess að koma þessarri frétt í loftið eins fljótt og auðið var. Hvort sem það er hæfa í henni eða ekki hef ég ekki hugmynd um enda ekki búinn að liggja yfir málinu en mig grunar að þegar fréttin var upphaflega flutt hafi bólugrafni austfjarðaalbínóinn ekki haft mikið meira fyrir sér en ég.

Svo er þetta hlaupið í algjörar gönur og bloggheimar loga.

Þvílík veisla. Lyfi byltingin!!!!

Snorri Barón Jónsson (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 21:03

7 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Uss uss suss Snorri.. ekki þetta kjaftbrúk! Á ég að þurfa að hringja í lögfræðingateymi mitt?? Ræsa það út á laugardegi??

 Annars leiddi nýleg rannsókn það í ljós, að rokkskemdir eru þjóðhagslega hagkvæmar.

Gaukur Úlfarsson, 28.4.2007 kl. 21:47

8 identicon

Afsakaðu innilega kæri Gaukur. Skal halda kjaftbrúkinu í lágmarki. Á stundum bara erfitt með mig - enda ekki saklaus sjálfur af rokkskemmdum.

Áfram framsókn!!!

Snorri Barón Jónsson (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 21:54

9 identicon

Er ekki í lagi með þessa fokking Framsóknarmenn? Nei, hvernig spyr ég. Svarið er augljóst. Jónína Bjartmarz gripin með allt niðrum sig frammi fyrir alþjóð og Framsókn skynjar það jafnvel og þjóðin öll. En í stað þess að taka á ma´linu af myndugleik og heiðarleika (humh, hvenær hefur Framsókn gert slíkt?) er spjótunum beint að Helga Seljan - það á að reyna að gera sem minnst úr málinu með því að klína skít á fréttamanninn. En það tekst ekki því þetta er svo augljóst og liggur svo ljóst fyrir þetta skítuga spillingarmál, eitt af mörgum sem Framsókn á þátt í, að almenningur lætur ekki blekkjast af bullinu í þeim Framsóknarvitleysingum. Ekki enn eina ferðina - kemur ekki til greina. Burt með Framsókn úr ríkisstjórninni, það er sjálfsögð krafa okkar Íslendinga og ég trúi því heilshugar að nú rætist þessi ósk mín og margra annarra loksins. Þeir eru búnir að vera í stjórn í tólf ár, tólf árum of mikið, og Íslandi svíður í rassgatið þess vegna.

Svanur Már Snorrason (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 01:30

10 identicon

Sammála.

Svo getur manneskjan ekki einu sinni sagt af hverju tengdadóttirin fékk þessa sérmeðferð. Mér finnst skítalykt af þessu.

Og svo er verið að halda fram að Helgi sé bara að koma með þessa frétt svona útaf því að það eru að koma kosningar og svona. Þvílík og önnur eins vitleysa. 

Kristín Alma Sigmarsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 02:19

11 Smámynd: Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir

Ég hef ekki fylgst mjög nákvæmlega með þessu máli en mér finnst það hafa aðallega hafa einkennst af upphlaupum. Ég held að ég hafi séð það einhversstaðar að þessi alþingisnefnd (allsherjarnefnd?) sem fjallar um umsóknir útlendinga um ríkisfang veiti oft og tíðum undanþágur (í 30% tilfella eftir því sem sagt hefur verið). En þá er það út af einhverjum sérstökum ástæðum. Hafa einhverjir fréttamenn kallað eftir því að fá að vita hverjar þessar "sérstöku ástæður" eru í tilfelli þessarar stúlku? Af hverju hún fékk flýtimeðferð? Ég hef ekki orðið vör við það.  Ég tek undir með Betu, það þarf að byrja á að spyrja þessaa nefnd áður en gengið er á Jónínu.

Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir, 30.4.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband