Hvað Gerir Björn Ingi?

Ég er búinn að vera að slugsa í dag, hanga of mikið á netinu og fylgjast með kosninga umræðunum í stað þess að vinna. Það er betra að surfa í vinnunni en þegar maður er heima, því dóttur minni og konu finnast ég lítið skemmtilegur þegar ég hangi í tölvunni á kvöldin. Undanfarna daga hef ég náð að afkasta töluverðu en þá hef ég líka verið í blogg-bindindi. Þetta er aftur á móti blogg mitt nr. 2 i dag..

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig afkastamestu bloggararnir fara að því að blogga svona margar færslur á dag. Sumir þeirra eru kannski í engri vinnu? veikir heima? í mjög rólegri vinnu eða á amfetamín-sterum..?

Einn afkastamesti bloggarinn hérna á mbl situr í borgarstjórn. Frá honum koma margar færslur á dag.  annað hvort  er Bingi með mann í vinnu hjá sér við að blogga, mann í vinnu hjá sér við að vinna vinnuna sína eða á amfetamín-sterum.

Nema að það sé bara ekki rassgat að gera hjá Binga?? 

Hvað haldið þið? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Hann kann að sveigja tímarúmið.

Þarfagreinir, 8.5.2007 kl. 21:47

2 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Nákvæmlega....

Þorsteinn Gunnarsson, 9.5.2007 kl. 00:09

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Vandamál Binga sem er 6,3% maðurinn í Reykjavík liggja í því að eftir tiltölulega flotta kosningarbaráttu sem gerði hann að valdamesta manni Reykjavíkur lagðist han í skotgrafirnar og núna eyðir hann allri sinni orku í að baktala fólk. Ekki endilega það sem maður kallar uppbyggilega pólitík.

Ævar Rafn Kjartansson, 9.5.2007 kl. 03:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband