Mánudagur

Ekki er laust við að það beri á andlegum timburmönnum eftir átök undanfarinna vikna hérna á blogginu. Nú þegar kosningum er lokið finnst mér alveg tilgangslaust að vera að tjá mig eitthvað um stöðu mála í stjórnamyndunum eða hver fær hugsanlega hvaða ráðuneyti. Nú er staðan sú að kjörnir fulltrúar gera það sem þeim sýnist alveg óháð því hvað mér finnst um það, því má líkja því við að freta útí vindinn að vera að tjá sig eitthvað um það hér. En hvað í ósköpunum á ég þá að skrifa um hérna? Spurning um að taka Ellý á þetta, gera svona sex in the city fyrir karlmenn? Prófum það.. 

"Var hún virkilega til í það?" Spurði ég og beit í sveittan vitaborgarann. "Já maður, alveg flippað sko.." Sagði vinur minn með sólheimaglott á vör. "Og hvað? Spurði ég og missti kokteilsósu niðrá buxurnar "Ég bara lét vaða maður, tók hana bara á orðinu" hélt vinur minn áfram sem ávalt virtist vera lenda í einhverskonar ævintýrum á borð við þetta "Ég skellti henni bara á bakið, klæddi mig í kafarabúninginn, náði í rækjusalatið, dúkahnífinn og kúbeinið, henti faxtækinu í samband og..

hmm.. þetta er kannski ekki alveg málið.. 

Ég nenni hreint ekki að skrifa meira um Ómar, það fer bara sína leið, þó virðist komentakerfið í færslunni hér fyrir neðan vera orðið einhverskonar skrímsli. Einhverjir óvildarmenn Ómars ásamt einhverjum vinum hans sjálfs (eða kannski bara hann sjálfur) að skrifast á undir mismiklum dulnefnum  um kosti og galla þess að vera Ómar. Gaman að fylgjast með því öllu.. Fannst reyndar svolítið spaugilegt koment frá einhverjum óskráðum Baldri sem sagði að ég augljóslega sæi eftir þessu öllu núna.. Veit ekki hvernig  sá maður fékk þá niðurstöðu, nema ef vera skyldi  að viðkomandi sé ólæs á hæðni.

Þannig að ég veit hreinlega ekkert hvað ég á að skrifa hérna lengur. Ætli það sé ekki best að leggja höfuðið í bleyti og ákveða hvort eitthvað framhald verði á þessu eða hvort að maður fari að segja þetta gott.. Ég ætla að hugsa málið.

Veriði sæl! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Bara að segja bless, mun farga mér um miðnætti.  Pfff skítalíf.

Hrólfur Guðmundsson, 23.5.2007 kl. 18:30

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ekki karlkyns Ellý takk! Hvað sem er nema það!

Heiða B. Heiðars, 24.5.2007 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband