Örvænting Framsóknar

Ég horfði á ísland í dag á miðvikudaginn þar sem frambjóðendur sátu fyrir svörum í einhverju sem á að heita pallborðsumræður. Þá var nýbúið að kunngjöra niðurstöður skoðanakönnunar úr kraganaum. Menn komu misvel og ílla útúr því, Bjarni Ben var öryggið uppmálað þrátt fyrir að vera áberandi yngsti frambjóðandinn. Ömmi var léttur og yfirvegaður. Gunnar Svavarsson var ágætur, kom þó afar kjánalega út að vera sífellt að veifa einhverjum kynningarbæklingum samfylkingarinar líkt og þar væri eitthvað merkilegt að finna. Lárus Vilhjálmsson náði sér aldrei á strik en reyndi þó að segja afar misheppnaðan brandara sem féll hreint ekki í kramið hjá neinum (vildi meina að frambjóðendur Íslandshreyfingarinar vildu frekar vera að djamma í Köben en í kosningaþætti á stöð 2) frambjóðandi frjálslyndra var stressuð með endemum og náði þeim ágæta árangri að koma verr út en frambjóðandi VG í umræðuþætti kastljós frá ísafirði fyrr í vikunni.

Þá er bara einn frambjóðandi ótalinn og hlýtur hún skammverðlaun þáttarins; Siv Friðleifsdóttir. Greyið Siv getur verið svo fjarskalega taktlaus að leitun er að öðru eins. Ég gleymi seint þegar ég sá viðtal við hana fyrir utan kjörstað fyrir síðustu kosningar þar sem hún talaði um fátækt á íslandi og hvað framsókn ætlaði sér að gera í þeim efnum, því næst fór hún að tala um nýja jeppann sinn, hvað hann væri nú fínn og að allir þyrftu nú að eiga einn svona.. úff.. þetta var svolítið einsog eitthvað spaugstofugrín..                Á miðvikudaginn var hún aftur á móti alveg í uppnámi yfir skoðanakönnuninni sem sýndi að kjósendur vilja að hún fari að leita sér að öðru starfi. Brá hún á það ráð sem virkar alltaf afar ílla á mig að biðla sérstaklega til kvenna, þar sem hún er jú, kona.. Ég verð að segja að mér finnst þetta með ólíkindum smekklaust og niðurlægjandi fyrir konur alment, "hey, hún er kona! Ég er líka kona.. étla kjósa hana!!" Þetta reynir líka Ingibjörg Sólrún þegar hún er desperat. Þetta virkar frekar rasískt á mig, hvernig færi það ofaní fólk ef Steingrímur J. færi að einbeita sér að því að höfða til hvítra karlmanna?? "Ég vil vera fulltrúi hins hvíta karlsstofns sem býr í þessu landi og hvet ég því alla hvíta karlmenn til þess að standa saman og kjósa mig í næstkomandi kosningum" hmm.. 

Veriði sæl! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Fínar pælingar. Sammála þessu. Bjarni og Ögmundur voru ansi solid. Gunnar Svavars var frekar vandræðalegur, veifandi bæklingum eins og bjáni og með engar skoðanir í stóriðjumálum. Ansi lame. Siv var ansi léttvigtarleg. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 20.4.2007 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband